Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar verður haldinn næstkomandi laugardag, þann 27. maí, kl. 17:00-18:30.

Staðsetning
Aðalfundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,herbergi D, 2. hæð. Best er að koma inn í húsið að ofanverðu en þá er gengið beint inn á 2. hæð. Að sjálfsögðu eru þó einnig lyftur í anddyrinu á neðri hæð hússins. 

Kvöldverður í boði NPA miðstöðvarinnar
Að fundi loknum mun NPA miðstöðin bjóða félagsmönnum til kvöldverðar á VOX restaurant sem staðsettur er á neðri hæð hússins.

Dagskrá aðalfundar 
1. Formaður NPA miðstöðvarinnar setur fund.
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Framlagning ársreiknings til umræðu og samþykktar.
5. Ákvörðun um aðildargjald.
6. Hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
7. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.
8. Kosning formanns til eins árs.
9. Kosning tveggja stjórnarmanna til eins árs.
10. Kosning þriggja varamanna til eins árs.
11. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags reikninga.
12. Þóknun stjórnar fyrir liðið ár.
13. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál sem löglega eru upp borin.

Framboðsfrestur til stjórnar rann út 17. maí síðastliðinn. Eftirfarandi framboð bárust innan framboðsfrests:

Framboð til formanns
Rúnar Björn Herrera Þorkleson

Framboð í aðalstjórn
Hallgrímur Eymundsson
Ragnar Gunnar Þórhallsson

Framboð í varastjórn
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Áslaug Ýr Hjartardóttir
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

 

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang