Stjórn NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn laugardaginn 27. maí síðastliðinn. Stjórn NPA miðstöðvarinnar var kjörin og er sem hér segir:

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður
Ragnar Gunnar Þórhallsson, aðalstjórn
Hallgrímur Eymundsson, aðalstjórn
Ásdís Jenna Ástud. Ástráðsdóttir, varastjórn
Áslaug Ýr Hjartardóttir, varastjórn
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varastjórn

 

Samkvæmt breytingum á samþykktum NPA miðstöðvarinnar sem samþykktar voru á aðalfundinum, eiga nú þrír sæti í aðalstjórn en varamenn í stjórn eru áfram þrír. Ástæða tillögunnar var sú að erfitt hefur reynst að manna stjórn og varamenn að fullu undanfarin ár. Félagsmenn NPA miðstöðvarinnar eru í dag 13 talsins og fyrir aðalfundinn var orðið ljóst að ekki myndu fást framboð félagsmanna í 5 fulltrúa stórn og 3 varamenn. Ekki kom til greina að fækka í varastjórn þar sem lög um samvinnufélög mæla svo um að þrír skuli vera í varastjórn samvinnufélaga. Stjórn lítur á þetta sem tímabundna ráðstöfun og stefnir að því að 5 manns verði í aðalstjórn á ný um leið og kostur er.

 

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang