Samgöngusamningur við Strætó

NPA miðstöðin og Strætó bs. undirrituðu nýverið samgöngusamning sem gerir félagsmönnum okkar kleift að bjóða aðstoðarfólki uppá ódýrari strætókort. Samningurinn felur í sér að hægt er að kaupa árskort í strætó á verði 9 mánaða korts, sem jafnframt er besta tilboð sem Strætó býður uppá.

Til þess að nýta sér tilboðið geta félagsmenn NPA miðstöðvarinnar beint viðkomandi aðstoðarmanni sínum að miðstöðinni sem skráir nafn og kennitölu aðstoðarmannsins inn á sérstakt vefsvæði miðstöðvarinnar á heimasíðu Strætó. Þá er tilboðið virkt og aðstoðarmaðurinn getur sótt um kortið sjálfur og gengið frá greiðslu í gegnum heimasíðu Strætó. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir aðstoðarmenn geta nýtt sér tilboðið á hverjum tíma.

NPA miðstöðin vonast til þess að samgöngusamningurinn feli í sér búbót fyrir sem flesta aðstoðarmenn félagsmanna okkar og verði til þess að fleiri velji sér vistvænni samgöngumáta.

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang