Lögfestum NPA fyrir kosningar

NPA miðstöðin fagnar áhuga ráðamanna á að klára lögfestingu á NPA fyrir kosningar. Nú liggja fyrir þinginu tvö frumvörp sem varða endurskoðun á félagsþjónustu sveitarfélaga og þjónustu við fatlað fólk, þar sem meðal annars er að finna ákvæði um lögfestingu á NPA. Miðstöðin hefur þó þungar áhyggjur af því að verði lögfesting NPA spyrt saman við heildarendurskoðun á lögunum muni lögfesting á NPA tefjast enn frekar. NPA miðstöðin telur farsælast að lögfesta eingöngu ákvæði um NPA. Miðstöðin telur það raunhæfan og jafnvel fýsilegri kost að svo stöddu en lögfesting á nýjum heildarlögum um þjónustu við fatlað fólk sem augljóslega þurfa nánari rýni.

Í tillögu verkefnasstjórnar um innleiðingu NPA á Íslandi frá 23. janúar 2017 stendur eftirfarandi:
„Hafi lagafrumvörp um félagsþjónustu sveitarfélaga og þjónustu við einstaklinga með mikla stuðningsþörf ekki hlotið þinglega meðferð fyrir 1. apríl 2017, þá leggði félags- og húsnæðismálaráðherra fram sérstakt frumvarp um NPA þannig að hægt verði að lögfesta NPA eigi síðar en í byrjun haustþings 2017 með gildistíma frá 1. janúar 2018.“

Málið er tilbúið til lögfestingar og almenn sátt verið um það þvert á flokka. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hægt er að leggja fram sérstakt frumvarp um lögfestingu NPA.

NPA miðstöðin hvetur þingheim til að lögfesta NPA fyrir kosningar.

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang