Staða lögfestingar NPA

Nú liggur fyrir að lögfesting á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) mun ekki ná fram að ganga fyrir áramót, eins og yfirlýsingar forystumanna stjórnmálaflokka höfðu kveðið á um bæði fyrir og eftir kosningar.

Nýr félags- og jafnréttismálaráðherra hefur þó lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um heimild til að „framlengja samninga sem gerðir hafa verið árið 2017 til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður áum réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.“ Þá segir jafnframt að heimilt sé „að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018.“ 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Reykjavíkurborg skorar á Alþingi að lögfesta NPA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag einróma áylktunartillögu um að skora á Alþingi að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk. Í áskoruninni segir jafnframt að tryggja skuli sveitarfélögum nægjanlegt fjármagn til að stuðla að fullnægjandi þjónustu og setja leiðbeinandi reglur um þjónustuna með jafnræði að markmiði. Þá er skorað á Alþingi "að klára málið tafarlaust".

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...