NPA miðstöðin stofnuð

Miðvikudaginn 16. júní 2010, var stofnfundur NPA miðstöðvarinnar haldinn.

Fundurinn var fjölmennur og var 15 manna lágmark stofnfélaga rúmlega tvöfaldað því að 33 manns gerðust stofnfélagar á fundinum.

Fundinum var stýrt af skipulega stýrt af Ragnar Gunnari Þórhallssyni og voru einnig sérfræðingar frá KPMG á fundinum m.a. til að svara ýmsum spurningum sem upp komu á fundinum.

Stofnfélagar kusu stjórn NPA miðstöðvarinnar og má sjá mynd af stjórninni ásamt varamönnum hér efst. Frá vinstri til hægri á myndinni eru þarna: Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Gísli Björnsson varamaður, Freyja Haraldsdóttir, Hallgrímur Eymundsson formaður, Embla Ágústsdóttir, Rúnar Björn Þorkelsson varamaður, Aldís Sigurðardóttir og Ásdís Jenna Ástráðsdóttir varamaður.

Ég þakka öllum fundarmönnum kærlega fyrir góðan fund og séstaklega öllum stofnfélögunum. Nú þurfum við öll að róa öllum árum að því að NPA miðstöðin verði að veruleika sem allra fyrst.

Hallgrímur Eymundsson,
formaður stjórnar NPA miðstöðvar

Prenta | Netfang

Stofnfundur 16. júní

Eftir mjög vel heppnaðan kynningarfund 5. júní á Grand Hótel (sjá mynd hér að ofan) verður haldinn stofnfundur miðvikudaginn 16. júní kl 18:00 einnig á Grand Hótel.

Kynningarfundurinn tókst mjög vel og var salurinn alveg fullur af fólki. Eftir fundinn höfðum við orð á því hve mætingin var góð og einnig var ánægjulegt að sjá þarna nokkuð mörg ný andlit.

Það sköpuðust mjög góðar umræður að erindunum loknum og komu þar fram margir góðir punktar.

Glærurnar hjá Ragnari Gunnari og Freyju eru komnar á síðuna fyrir kynningarfundinn bæði sem "pdf" og "rtf" fyrir lestrarforrit.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...