Samgöngusamningur við Strætó

NPA miðstöðin og Strætó bs. undirrituðu nýverið samgöngusamning sem gerir félagsmönnum okkar kleift að bjóða aðstoðarfólki uppá ódýrari strætókort. Samningurinn felur í sér að hægt er að kaupa árskort í strætó á verði 9 mánaða korts, sem jafnframt er besta tilboð sem Strætó býður uppá.

Lesa >>

Prenta | Netfang

NPA miðstöðin fullgildur meðlimur í ENIL, Evrópusamtökum um sjálfstætt líf

Stjórn Evrópusamtaka um sjálfstætt líf (European Network on Independent Living - ENIL) hefur afgreitt umsókn NPA miðstöðvarinnar um inngöngu í Evrópusamtökin og veitti NPA miðstöðinni fulla aðild að samtökunum.

Þetta eru ánægjufréttir fyrir NPA miðstöðina enda er sjálfstætt líf fatlaðs fólks, sem borgara er njóta skulu mannréttinda og borgaralegra réttinda til jafns við aðra, grundvöllurinn að starfsemi miðstöðvarinnar. Aðild að ENIL og það samstarf við aðrar Evrópuþjóðir, sem hún mun leiða af sér, mun veita NPA miðstöðinni aukinn styrk í baráttunni fyrir réttinum til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) á Íslandi. Ennfremur mun aðild að samtökunum styðja við frekari þróun og uppbyggingu starfs NPA miðstöðvarinnar.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Stjórn NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn laugardaginn 27. maí síðastliðinn. Stjórn NPA miðstöðvarinnar var kjörin og er sem hér segir:

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður
Ragnar Gunnar Þórhallsson, aðalstjórn
Hallgrímur Eymundsson, aðalstjórn
Ásdís Jenna Ástud. Ástráðsdóttir, varastjórn
Áslaug Ýr Hjartardóttir, varastjórn
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varastjórn

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...