Nýárskveðja - stutt yfirlit yfir árið 2017

Á árinu 2017 hefur NPA miðstöðin sem endra nær séð um umsýslu NPA samninga félagsmanna sem jafnframt eru eigendur NPA miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin ber meðal annars ábyrgð á launagreiðslum, tryggingum starfsfólks, gerð ráðningarsamninga og samskiptum við ríki og sveitarfélög.

NPA miðstöðin hefur haldið áfram að byggja upp fræðslustarfið sem miðstöðin býður upp á. Miðstöðin hefur staðið fyrir fjölda jafningjafræðslufunda á árinu þar sem félagsfólki miðstöðvarinnar hefur gefist kostur á að spjalla og ráðfæra sig við hvert annað. Á jafningjafræðslufundum hefur einnig verið boðið upp á fyrirlestra, t.d. um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, skipulag og utanumhald NPA samninga, ferðalög og NPA og fleira. Miðstöðin hefur jafnframt haldið námskeið fyrir aðstoðarfólk, annars vegar í skyndihjálp þar sem fatlaður einstaklingur er sá sem veita þyrfti skyndihjálp og einnig námskeið í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Staða lögfestingar NPA

Nú liggur fyrir að lögfesting á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) mun ekki ná fram að ganga fyrir áramót, eins og yfirlýsingar forystumanna stjórnmálaflokka höfðu kveðið á um bæði fyrir og eftir kosningar.

Nýr félags- og jafnréttismálaráðherra hefur þó lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um heimild til að „framlengja samninga sem gerðir hafa verið árið 2017 til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður áum réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.“ Þá segir jafnframt að heimilt sé „að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018.“ 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Evrópusamtök um sjálfstætt líf (ENIL) fagna lykilleiðsögn Sameinuðu þjóðanna um réttinn til sjálfstæðs lífs

Evrópusamtökin um sjálfstætt líf (ENIL, European Network on Independent Living) fagna nýlegri samþykkt Almennra ábendinga nr. 5 um 19. gr. Samningsins SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) um rétt fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi og vera þátttakandi í samfélaginu. Þetta er lykilatriði og skref fram á við hvað varðar að skýra skuldbindingar aðildarríkja samningsins og skapar möguleika á bættu aðgengi að sjálfstæðu lífi.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...