Rýmkun á réttindum hreyfihamlaðra vegna bifreiða

Á síðustu mánuðum hafa tekið gildi tvær breytingar á reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða nr. 170/2009. Annars vegar var gerð reglugerðarbreyting til að auðvelda hreyfihömluðum, sem ekki aka sjálfir, að fá uppbót eða styrk til bifreiðakaupa. Hins vegar var gerð breyting til að mögulegt sé að samnýta bifreiðastyrki/uppbætur til kaupa á einni bifreið ef um tvö eða fleiri hreyfihömluð börn í sömu fjölskyldu er að ræða.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Lögfesting NPA verði að veruleika

Frumvarp velferðarráðherra um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, þar sem m.a. er kveðið á um lögfestingu NPA (grein 11), var lagt fyrir Alþingi í byrjun apríl 2017.

Frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi í byrjun maí og var í kjölfarið vísað til velferðarnefndar. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá nefndinni og hefur hún veitt frest til 12. maí n.k. til að skila umsögnum um frumvarpið.

Bjartsýni ríkir um að réttur til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar verði lögfestur á þessu ári og að árið 2018 fjölgi NPA samningum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Námskeið fyrir aðstoðarfólk

NPA miðstöðin býður upp á námskeið fyrir aðstoðarfólk.

HVENÆR? Fimmtudaginn 27. apríl kl. 13:30-15:30.
HVAR? Betri stofan, Hátúni 12.
KENNSLA: Inga Björk Bjarnadóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson.
SKRÁNING: Sendið nafn og kennitölu þeirra sem munu sækja námskeiðið til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 23. apríl.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...