Aðstoðarkona óskast í skemmtilegt starf!

Ert þú að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu starfi?

Ég er hreyfihömluð kona og er að leita að aðstoðarkonu til starfa við að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs.

Er búsett í Reykjavík ásamt unnusta mínum og hef ég áhuga á ýmsu þá aðallega að borða góðan mat, leiklist, myndlist,tónlist, útiveru, ferðalögum og margt fleira.

Um er að ræða vaktarvinnu og er eru laun samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfsætt líf sem má kynna sér inn vefsíðu NPA miðstöðvarinnar.

Fullt starf eða hlutastarf í boði. Æskilegt er að umsækjandi sé orðin 19 ára eða eldri.

Umsækjandi þarf að vera sveigjanleg og þolinmóð, jákvæð og góð í mannlegum samskiptum.

Íslenskukunnátta er skilyrði.

Fyrirspurn um starfið, umsókn og ferilskrá og meðmæli sendist á netfangið:maggaes1910@gmail. com

Prenta | Netfang

Starf aðstoðarkonu í boði

29 ára kona sem býr í eigin íbúð í vesturbæ Reykjavíkur en þarfnast aðstoðar við daglegt líf, óskar eftir aðstoðarkonu, 25 ára eða eldri. Á heimilinu er lítill hundur sem fer ekki úr hárum og helstu áhugamál viðkomandi eru handavinna, prjónaskapur og kórsöngur.

Umsækjandi þarf að vera

· góður í mannlegum samskiptum

· þolinmóður

· hvetjandi

· sjálfstæður í vinnubrögðum.

Hreint sakavottorð og íslenskukunnátta er skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu í starfi.

Vinnufyrirkomulag
Um er að ræða morgunvaktir og kvöldvaktir, 3-5 tímar í senn. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Starfið gæti hentað jafnhliða námi eða annarri vinnu.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og er konan með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Sjá nánar á npa.is.

Umsóknir berist aðstoðarverkstjórnanda til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 14. ágúst næstkomandi

Prenta | Netfang

Aðstoðarfólk óskast í starf hjá listnema

Er að leita að persónulegu aðstoðarfólki til að vinna hjá mér og aðstoða mig hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Ég er hreyfihömluð kona og þarfnast aðstoðar við flestar athafnir daglegs lífs. Hef verið virk í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og framið gjörninga og verk í anda fötlunarlistar.

Bý í Mosfellsbæ og vinn við ráðgjöf og fræðslu hjá NPA miðstöðinni og er með menntun í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Í ágúst mun ég hefja nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands sem verður vinnustaður minn næstu árin.

Fullt starf og/eða hlutastarf í boði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.

Um er að ræða vaktavinnu og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags. Ég þarf aðstoðarfólk sem getur unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar og m.a. sólahringsvakt virka daga.

Hugsanlega hentar starfið samhliða öðrum verkefnum og ekki er verra ef fólk hefur áhuga á sviðslistum. Er að leita að aðstoðarfólki af báðum kynjum 21 árs og eldra. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust manneskja, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð. Eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni og stundvísi mikilvægir kostir.

Hægt er að kynna sér hvað NPA er og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, á vef NPA miðstöðvarinnar www.npa.is.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferliskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til 13. Ágúst

Prenta | Netfang

Skemmtilegt starf

Ég er 42 ára mær og elska lífið og sambýlismann minn. Ég hef áhuga á margskona hlutum. Ég er í hjólastól og vantar starfsmann eins og þig. 

Unnið er samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og NPA, sjá upplýsingar.

Bæði hlutastarf og fullt starfshlutfall koma til greina. Íslenskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2018.

Sendu mér póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bókum hitting og höfum gaman saman.

Kveðja,
Stuðboltinn

 

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...