NPA aðstoðarmanneskja óskast til starfa

Góðan dag.

Ég heiti Andri og er 32 ára hreyfihamlaður einstaklingur og ég er að leita að aðstoðarmanni. Ég notast mikið við rafmagnshjólastól og þarf því aðstoð við allar helstu athafnir daglegs lífs.

Ég stunda fullt nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, tek þátt í hinum ýmsu félagsstörfum, rek mitt eigið heimili og reyni að njóta lífsins til botns.

Óska ég eftir starfskrafti í fullt starf og væri frábært ef umsækjandi gæti hafið störf strax. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu stéttarfélag.

Umsækjandi þarf að vera með bílpróf, með hreint sakarvottorð og væri stór kostur ef viðkomandi væri reyklaus. Frábært ef viðkomandi gæti kynnt sér hugmyndafræði notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) á vefsíðunni www.npa.is. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018.

Umsóknir með ferilskrám og/eða fyrirspurnir er hægt að senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta | Netfang

NPA aðstoðarmaður óskast

36 ára maður með kvíðaröskun leitar að jákvæðum, sjálfstæðum og drífandi aðstoðarmanni í hlutastarf / vaktavinnu. Starfið felst í aðstoð við daglegar athafnir. Hann hefur mikinn áhuga á hestum, hundum, leiklist, kvikmyndagerð, dansi, útiveru og ferðalögum. Viðkomandi býr á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hægt er að lesa sér til um notendastýrða persónulega aðstoð og hugmyndafræði um sjálfstætt líf á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is.

Helstu verkefni:

 • Aðstoð við daglegar athafnir, s.s. komast á milli staða, heimiliskaup, aðstoð við þrif á heimili, innkaup, fara út með hund, ferðalög innanlands, þátttaka í félagslífi ofl.  
 • Fylgja viðkomandi í vinnu (Atvinna með stuðningi).  
 • Aðstoð við skipulagningu vikunnar/mánaðarins, markmiðasetningu og áskoranir 

Hæfniskröfur:

 • Góð samskiptahæfni 
 • Jákvæðni 
 • Sjálfstæði í starfi 
 • Þolinmæði  
 • Hvetjandi í starfi 
 • Sveigjanleiki 
 • Nemar í sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfun, læknisfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um 

Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Hreint sakavottorð er skilyrði og tali íslensku.

Umsókn og ferilskrá sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Um er að ræða hlutastarf og vaktavinnu, sem fer fram fyrst og fremst á daginn. Aldurstakmark umsækjenda er 20 ára.

Umsóknarfrestur er til og með 6.október 2018

Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA-miðstöðvar við Eflingu stéttarfélag (sjá www.npa.is).

Prenta | Netfang

NPA miðstöðin óskar eftir að ráða bókara/launafulltrúa til starfa

NPA miðstöðin leitar að öflugum einstaklingi til að annast fjölbreytt verkefni á skrifstofu miðstöðvarinnar er tengjast bókhaldi, reikningagerð, launagreiðslum, eftirfylgni með samningum við NPA notendur, innheimtu krafna, bókunum, afstemmingum, gerð reikningsyfirlita o.s.frv. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu starfsumhverfi.

Um getur verið að ræða 50% til 100% starfshlutfall. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Horft verður sérstaklega til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og er fatlað fólk sérstaklega hvatt til þess að sækja um.

Menntunar- og hæfniskröfur

v  Háskólamenntun sem nýtist í stafi æskileg.

v  Reynsla af bókhaldsstörfum og góð bókhaldskunnátta mikilvæg.

v  Mjög góð kunnátta í ritvinnsluforritum og töflureiknum, s.s. Word og Excel. Góð almenn tölvukunnátta einnig mikilvæg.

v  Góðir samskiptahæfileikar. Góð kunnátta í íslensku og ensku, í rituðu jafnt sem töluðu máli.

v  Kunnátta í DK hugbúnaði er kostur.

v  Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum aðstæðum.

v  Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og er rekin án hagnaðarsjónarmiða. Miðstöðin hefur það hlutverk að hafa umsýslu með samningum félagsmanna sinna um notendastýrða persónulega aðstoð eða, eftir atvikum, beingreiðslusamningum þeirra (umsýsluaðili). Enn fremur er miðstöðin vinnuveitandi aðstoðarfólks félagsmanna. NPA miðstöðin (www.npa.is) vinnur samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tekur virkan þátt í stefnumótun og innleiðingu þeirrar hugmyndafræði.

Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018, æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Eysteinsson, skrifstofustjóri, í síma 567 8270 eða í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Prenta | Netfang

NPA miðstöðin óskar eftir að ráða ráðgjafa til starfa

NPA miðstöðin leitar að öflugum einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og vexti fyrirtækis í þjónustu við fatlað fólk.

Við óskum eftir að ráða til okkar starfsmann til að veita væntanlegum og núverandi NPA notendum hjá NPA miðstöðinni ráðgjöf er varðar réttinn til NPA, umsóknarferlið, hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, verkstjórnarhlutverkið og um framkvæmd NPA þjónustunnar. Ráðgjöfin nær einnig til aðstoðarfólks NPA notenda hjá miðstöðinni um málefni sem að því snýr. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar í Hátúni 12, Reykjavík, sem viðkomandi starfsmaður mun fá tækifæri til þess að taka þátt í að móta og þróa.

Um getur verið að ræða 50% til 100% starfshlutfall. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma en vinnutími getur verið sveigjanlegur. Horft verður sérstaklega til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og er fatlað fólk sérstaklega hvatt til þess að sækja um.

Helstu verkefni

v  Ráðgjöf, samskipti og aðstoð til félagsmanna, starfsfólks og annarra varðandi framkvæmd á NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf.

v  Útfæra atvinnuauglýsingar fyrir NPA notendur og aðstoð við ráðningar.

v  Hafa yfirsýn yfir erindi sem berast miðstöðinni, svara fyrirspurnum og halda utan um tengslanet miðstöðvarinnar.

v  Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins, þátttaka á fundum og ráðstefnum.

v  Skipulagning viðburða.

v  Almenn skrifstofustörf o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

v  Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.

v  Reynsla af sambærilegum störfum kostur.

v  Þekking og áhugi á málefnum um sjálfsætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð mjög æskileg.

v  Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum aðstæðum.

v  Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

v  Góð almenn tölvukunnátta.

v  Lipurð í mannlegum samskiptum og færni í að tjá sig í ræðu og á riti, bæði á íslensku og ensku.

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og er rekin án hagnaðarsjónarmiða. Miðstöðin hefur það hlutverk að hafa umsýslu með samningum félagsmanna sinna um notendastýrða persónulega aðstoð eða, eftir atvikum, beingreiðslusamningum þeirra (umsýsluaðili). Enn fremur er miðstöðin vinnuveitandi aðstoðarfólks félagsmanna. NPA miðstöðin (www.npa.is) vinnur samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tekur virkan þátt í stefnumótun og innleiðingu þeirrar hugmyndafræði.

Umsókn, ásamt ferilskrá, sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018, æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Eysteinsson, skrifstofustjóri, í síma 567 8270 eða í gegnum This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Prenta | Netfang

Aðstoðarkona óskast í skemmtilegt starf!

Ert þú að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu starfi?

Ég er hreyfihömluð kona og er að leita að aðstoðarkonu til starfa við að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs.

Er búsett í Reykjavík ásamt unnusta mínum og hef ég áhuga á ýmsu þá aðallega að borða góðan mat, leiklist, myndlist,tónlist, útiveru, ferðalögum og margt fleira.

Um er að ræða vaktarvinnu og er eru laun samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfsætt líf sem má kynna sér inn vefsíðu NPA miðstöðvarinnar.

Fullt starf eða hlutastarf í boði. Æskilegt er að umsækjandi sé orðin 19 ára eða eldri.

Umsækjandi þarf að vera sveigjanleg og þolinmóð, jákvæð og góð í mannlegum samskiptum.

Íslenskukunnátta er skilyrði.

Fyrirspurn um starfið, umsókn og ferilskrá og meðmæli sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

 • 1
 • 2

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...