Viltu bætast við í hóp fimm hressra starfsmanna?

Ég er 47 ára lífsglöð kona með hreyfihömlun sem óskar eftir persónulegri aðstoðarmanneskju. Um er að ræða dagvaktir frá klukkan 10.00 til 17.00 og mögulega kvöldvaktir frá 17.00 til 22.00. Ég myndi vilja ráða manneskju sem væri til í að taka næturvakt ef á þyrfti að halda. Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst.

Ég er gift og móðir 6 ára drengs. Mér finnst gaman að hitta góða vini, lesa bækur, ferðast og fara út með hundana okkar og þjálfa þá. Ég lifi lífinu lifandi. Ég elska lífið. Ég er í þroskaþjálfanámi. Ég er mikið heyrnarskert (en er mjög góð að lesa varir) og talhömluð svo að það tekur fólk stundum svolítinn tíma að læra að skilja mig. Ég nota líka táknmál en ekki er skilyrði að viðkomandi kunni táknmál.

Starfið felur í sér aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Unnið er eftir hugmyndafræði um notendastýrða persónulega aðstoð, sjá nánar á www.npa.is. Bæði kynin koma til greina. Fyrir mér er NPA lífið. Ég get ekki verið án þess.

Hæfniskröfur:
Góð almenn menntun. Íslenskukunnátta er algjört skilyrði því ég þarf aðstoð við að skrifa íslensku.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, jákvæðni, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
Hreint sakavottorð og bílpróf.

Umsóknir og nánari upplýsingar berist í tölvupósti til Ásdísar Jennu: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Guðríður Anna aðstoðarverkstjórnandi) eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (Sveinn aðstoðarverkstjórnandi). Einnig má hringja í Guðríði í síma 773 6865 (á virkum dögum eftir kl. 17.00) eða Svein í síma 822 0490. Það er líka hægt að senda mér skilaboð á Facebook.

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...