Persónuleg aðstoðarkona óskast

Háskólaneminn Áslaug Ýr er 20 ára fötluð kona sem býr í Reykjavík. Hún er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og leitar nú að aðstoðarkonu í vaktavinnu. Meðal verkefna er að aðstoða Áslaugu í daglegu lífi, svo sem við klæðnað, hreinlæti, að sinna heimilisstörfum, komast á milli staða o.fl. 

Starfið er notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Áslaug er heyrnarlaus og sjónskert auk þess sem hún notast við hjólastól og aðstoðarkonan þarf m.a. að geta verið augu hennar og eyru, en táknmálskennsla fylgir starfinu. Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgð og metnaður eru mikils metnir kostir auk þess sem viðkomandi þarf að búa yfir líkamlegri og andlegri heilsu.

Um er að ræða vaktavinnu bæði á virkum dögum og um helgar og mismunandi starfshlutfall í boði. Ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki. Leitað er að aðstoðarfólki á aldrinum 20-40 ára sem hefur góða færni í mannlegum samskiptum, er með bílpróf og er helst reyklaust. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Sé frekari upplýsinga óskað, sendið fyrirspurn á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsókn ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur skal einnig senda á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...