Aðstoðarkona óskast - 50% starf

Ég heiti Ásthildur og er 22 ára. Ég bý í Mosfellsbæ og stunda bæði nám og vinnu. Ég er með skerta hreyfigetu og vantar aðstoðarmanneskju til að aðstoða mig við daglega hluti, t.d. aðstoð við búðarferðir, halda á skólatösku, komast á milli staða og fleira því um líkt. Um er að ræða vaktavinnu, 50% starf frá 12-16 virka daga. Einnig einstaka sinnum yfirvinna á virkum dögum og/eða um helgar.

Ég leita eftir stelpum á aldrinum 20-35 ára. Þessi fjölbreytta og skemmtilega vinna hentar vel með skóla eða annarri vinnu. Mikilvægir kostir í starfinu eru jákvæðni, virðing, stundvísi og sveigjanleiki.

Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hægt er að lesa sér til um notendastýrða persónulega aðstoð og um hvað hún snýst á npa.is.

Engin krafa er um starfsreynslu. Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og sé reyklaus.

Allar fyrirspurnir og umsóknir, ásamt almennri ferilskrá, sendist á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 690-8019. Öllum umsóknum og fyrirspurnum svarað. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...