Nýtt starf á nýju ári 2018 – NPA gæti verið málið?

Ég heiti Kolbrún og er að leita að aðstoðarkonu í 50 eða 100% starf sem gæti hafið störf í febrúar 2018. Um er að ræða vaktavinnu og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags. Ég er hreyfihömluð kona og þarf aðstoð við ýmis verkefni, stór og smá allt frá því að fara á fætur, hella upp á kaffi, sinna sjálfri mér og heimili mínu, vinnu og áhugamálum. Hjá mér starfa nokkrar frábærar aðstoðarkonur í hlutastarfi með námi. Aðstoðarkonur mínar hafa margar hverjar verið búsettar vestur í bæ og eru almennings samgöngur til og frá vinnu, þar sem ég bý í Mosfellsbæ góðar.

Ef þú ert orðin 21 árs, líkamlega hraust, reyklaus og með bílpróf þá hvet ég þig að sækja um. Eftirfarandi mannkostir eru mikilvægir:

• Eiga auðvelt með að taka leiðsögn
• Traust og stundvís
• Jákvæðni, vandvirkni og virðing
• Eiga auðvelt með að draga sig í hlé

Starf aðstoðarkonu byggir á hugmyndafræðinni um Sjálfstætt líf og er hluti af mannréttindabaráttu fatlaðs fólks. Með NPA, notendastýrðri persónulegri aðstoð, hefur fatlað fólk fulla stjórn og ábyrgð á hvernig aðstoðin er veitt, af hverjum, hvenær og hvar. Starf aðstoðarfólks er afar fjölbreytt og fer eftir lífsstíl og þörfum þess notanda/verkstjórnanda sem það vinnur hjá. Vinnustaðurinn er víða - þar sem ég er hverju sinni, inni á heimili mínu og úti í samfélaginu. Hægt er að kynna sér hugmyndafræðina um Sjálfstætt líf á vefsíðu NPA miðstöðvarinnar www.npa.is.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferliskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur sendist á netfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2018

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...