Aðstoðarmaður óskast

34 ára maður með kvíðaröskun leitar að jákvæðum, sjálfstæðum og drífandi aðstoðarmanni í hlutastarf / vaktavinnu. Starfið felst í aðstoð við daglegar athafnir. Hann hefur mikinn áhuga á hestum, hundum, leiklist, kvikmyndagerð, dansi, útiveru og ferðalögum. Viðkomandi býr á höfuðborgarsvæðinu.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hægt er að lesa sér til um notendastýrða persónulega aðstoð og hugmyndafræði um sjálfstætt líf á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is.

Helstu verkefni
• Aðstoð við daglegar athafnir, s.s. komast á milli staða, heimiliskaup, aðstoð við þrif á heimili, innkaup, fara út með hund, ferðalög innanlands, þátttaka í félagslífi ofl.
• Fylgja viðkomandi í vinnu (Atvinna með stuðningi).
• Aðstoð við skipulagningu vikunnar/mánaðarins, markmiðasetningu og áskoranir.

Hæfniskröfur

• Góð samskiptahæfni
• Jákvæðni
• Sjálfstæði í starfi
• Þolinmæði
• Hvetjandi í starfi
• Sveigjanleiki
• Nemar í sálfræði, uppeldisfræði, þroskaþjálfun, læknisfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Hreint sakavottorð er skilyrði og tali íslensku.

Umsókn og ferilskrá sendist á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.

Um er að ræða hlutastarf og vaktavinnu, sem fer fram fyrst og fremst á daginn. Aldurstakmark umsækjenda er 20 ára.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2018.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA-miðstöðvar við Eflingu stéttarfélag (sjá www.npa.is).

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...