Störf NPA aðstoðarfólks laus til umsóknar

Brandur heiti ég og er 36 ára gamall. Ég er virkur en ósjálfbjarga samfélagsfrumkvöðull og ég er að leita að persónulegu aðstoðarfólki til þess að aðstoða mig með allar athafnir daglegs lífs, svo sem elda, halda heimili með kærustunni minni og tveimur tíkum og mæta með mér á ráðstefnur og fundi hingað og þangað um heiminn.

Er bæði að leita að aðstoðarmönnum í fullt starf og hlutastörf. Breytilegar vaktir.

Unnið er eftir hugmyndafræði NPA um sjálfstætt líf, sjá nánar á NPA.is

Áhugasamir og umsækjandur sendið á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí n.k.

 

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...