Starf aðstoðarkonu í boði

29 ára kona sem býr í eigin íbúð í vesturbæ Reykjavíkur en þarfnast aðstoðar við daglegt líf, óskar eftir aðstoðarkonu, 25 ára eða eldri. Á heimilinu er lítill hundur sem fer ekki úr hárum og helstu áhugamál viðkomandi eru handavinna, prjónaskapur og kórsöngur.

Umsækjandi þarf að vera

· góður í mannlegum samskiptum

· þolinmóður

· hvetjandi

· sjálfstæður í vinnubrögðum.

Hreint sakavottorð og íslenskukunnátta er skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða reynslu í starfi.

Vinnufyrirkomulag
Um er að ræða morgunvaktir og kvöldvaktir, 3-5 tímar í senn. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Starfið gæti hentað jafnhliða námi eða annarri vinnu.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og er konan með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Sjá nánar á npa.is.

Umsóknir berist aðstoðarverkstjórnanda til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., ekki seinna en 14. ágúst næstkomandi

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...