NPA aðstoðarkona óskast í vesturbæ Reykjavíkur

Ég heiti Halldóra og 29 ára vesturbæingur. Ég óska eftir að ráða aðstoðarkonu, 25 ára eða eldri, í hlutastarf. Starfið gengur út á að aðstoða mig við daglegar athafnir á heimili mínu, en ég bý ein með litlum hundi sem fer lítið úr hárum. Helstu áhugamál mín eru prjónaskapur og önnur handavinna, ásamt kórsöng. Gott er þegar aðstoðarkonur kunna að prjóna eða hafa áhuga á að læra það.

Um er að ræða vaktavinnu en helstu vaktir sem vantar á eru á morgnana og 3 klst í senn. Einnig vantar á einstaka kvöldvaktir sem eru 3-5klst og ein helgi í mánuði. Best væri ef hægt væri að skipta þessum vöktum á tvo eða fleiri nýja starfsmenn.

Starfið hentar einstaklega vel með skóla eða annari vinnu.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.

Hæfniskröfur:

  • Þolinmæði
  • Frumkvæði
  • Góð samskiptahæfni
  • Að vera hvetjandi í starfi
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur en ekki skilyrði.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði.

Umsóknir með ferilskrám og/eða hvers konar fyrirspurnir má senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang

Afleysingar og almennar umsóknir

NPA miðstöðin býður áhugasömum sem sækjast eftir aukavinnu, hlutastarfi eða fullu starfi á að leggja inn almenna umsókn um starf sem NPA aðstoðarmaður.

Yfirleitt þegar störf eru í boði þá eru þau sérstaklega auglýst af þeim sem er að leita að aðstoðarmanni.
Hér er hægt að leggja inn umsókn sem ekki er bundin við auglýst starf og þá geta verkstjórnendur skoðað og haft samband við umsækjendur eftir þörfum.

Lesa meira...