Kjarasamningar - NPA miðstöðin

Hér má sjá allar greinar sem birtar hafa verið hjá okkur um það sem við kemur kjarasamningum.

Kjarasamningar milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar frá 2022 með hagvaxtarauka

Sérkjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar um hvíldarvaktir

Aðalkjarasamningur Eflingar og SA

Nýr kjarasamningur NPA aðstoðarfólks

24. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar samþykkti síðastliðinn laugardag, 20. maí, kjarasamninga NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið um kjör aðstoðarfólks og sérkjarasamning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, sem undirritaður var þann 9. maí. Áður hafði samningurinn verið samþykktur af félagsfólki Eflingar sem starfar hjá NPA miðstöðinni þann 19. maí síðastliðinn. 

Nýr kjarasamningur tók gildi 1. janúar 2022

Nýir kjarasamningar á milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar voru samþykktir í janúar og tóku gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Helstu breytingar eru t.d. þær að laun NPA aðstoðarfólks hækkuðu 1. janúar um 25.000 kr. og er sú hækkun sú sama og á almenna vinnumarkaðnum. Einnig má nefna að nýtt launaþrep bætist við launatöfluna og að hlutverk aðstoðarverkjstórnenda er launsett.

Nýr sérkjarasamningur tekur einnig gildi 1. maí næstkomandi. Stærsta breytingin 1. maí er stytting vinnuvikunnar. Með styttingu vinnuvikunnar er verið að færa vinnutíma NPA aðstoðarfólks nær því sem gengur og gerist í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Þann 1. maí nk. styttist vinnuvika aðstoðarfólks úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 vinnustundir á viku, eða mánuðurinn úr 172 tímum niður í 156 tíma. Aðrar breytingar sem taka gildi 1. maí eru m.a. þær að álagsþrepum fjölgar og verða svipuð þeim sem gilda hjá sveitarfélögum og að hægt verður að setja eyður á vaktir svo vaktir þurfa ekki að vera í samfelldri heild.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig betur á samningunum þá fylgja þeir hér með.

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

Nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk taka gildi

Samkomulag hefur náðst milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar/SGS um nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk sem kveða á um sömu hækkanir og gilda á almennum vinnumarkaði. Frekari vinna við útfærslu annarra þátta í sérkjarasamningnum bíður til haustins, en um þá þætti er enn farið skv. eldri sérkjarasamningi.

NPA miðstöðin sendi nú í morgun bréf til sveitarfélaga þar sem þeim er tilkynnt um hækkunina ásamt kröfu um að framlög til NPA samninga verði hækkuð til samræmis við nýjar launatöflur aðstoðarfólks, afturvirkt frá 1. apríl sl. Með bréfinu fylgdi afrit af samningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar ásamt útreikningi miðstöðvarinnar á nýjum jafnaðartaxta sem byggir á uppfærðum launatöflum ásamt forsendum.

Fréttatilkynning: Nýr kjarasamningur undirritaður

IMG 1486NPA miðstöðin hefur ásamt Eflingu og Starfsgreinasambandinu undanfarin misseri unnið hörðum höndum að gerð nýs kjarasamnings fyrir NPA aðstoðarfólk. Þeirri vinnu lauk í dag, föstudaginn 10. júní 2016, með undirritun nýs kjarasamnings.

Kjarasamningurinn hafði áður verið kynntur á félagsfundi NPA miðstöðvarinnar þann 19. mars sl. og samþykktur þar af félagsmönnum. Gengið var svo endanlega frá kjarasamningnum eftir að hann hafði verið borinn undir Vinnueftirlitið og fengið jákvæða umsögn er sneri fyrst og fremst að hvíldarvöktum aðstoðarfólks (sofandi næturvaktir).

NPA miðstöðin fagnar þessum merka áfanga. Með kjarasamningnum eru treyst í sessi ákveðin viðmið og vinnufyrirkomulag fyrir NPA aðstoðarfólk sem að mati miðstöðvarinnar eru bæði til hagsbóta fyrir NPA notendur og aðstoðarfólk þeirra.

Hinn nýji samningur kemur strax til framkvæmda, en gildandi launatafla samkvæmt samningnum var þegar komin til framkvæmda við launagreiðslur til aðstoðstoðarfólks fyrir nokkru síðan. Næstu daga og vikur mun NPA miðstöðin kynna kjarasamninginn fyrir félagsmönnum sínum og NPA aðstoðarfólki þeirra.

(Á myndinni eru Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarformaður NPA miðstöðvarinnar svf., og Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu.)

Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar við Eflingu

Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar við Starfsgreinasambandið

Fylgið kjarasamningum

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Nýverið gaf verkefnastjórn velferðarráðuneytisins um NPA út tilmæli til sveitarfélaga um að fylgja ætti kjarasamningum við gerð NPA samninga og að hætt yrði að gefa út viðmið vegna kostnaðar á hverja tímaeiningu.

„Verkefnisstjórn um NPA samþykkir að hætta að birta viðmið vegna kostnaðar við hverja tímaeiningu við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Jafnframt vill verkefnisstjórn NPA árétta mikilvægi þess að í samningsgerð við umsýsluaðila og/eða notendur NPA sé ávallt fylgt ákvæðum þeirra kjarasamninga sem í gildi eru á hverjum tíma.“

„Jafnaðarstundin“ barn síns tíma

Viðmið vegna kostnaðar á hverja tímaeiningu eða „Jafnaðarstundin“ var í upphafi ætluð sem eitthvað einfalt viðmið svo hægt væri að áætla hvað hver NPA vinnustund gæti husanlega kostað. Útreikningar á baki hennar voru frekar einfaldir og óraunhæfir, enda bara viðmið, svona til að byrja einhversstaðar. Engir kjarasamningar voru til sem pössuðu nægjanlega vel og ekki mikil reynsla heldur.

Í dag búum við hinsvegar við þann raunveruleika að til er NPA sérkjarasamningur og á hann er komin talsverð reynsla (yfir þrú ár). Í dag er enginn vafi á því hvað NPA kostar.

Það er því furðulegt að sveitarfélögin hafi í meira og meira mæli tekið viðmiðið sem eitthvað algert hámark. Sum sveitarfélög halda sig jafnvel enn við upprunalegu upphæðina sem er orðin margra ára gamalt viðmið.

Sveitarfélög úthluta í dag notendum vissan fjölda klukkustunda sem þau hafa metið sem þjónustuþörf en greiða svo upphæð sem stenst engan vegin raunveruleikann. Í flestum ef ekki öllum NPA samningum er svo notendum gert skýrt grein fyrir því að þeir verði að greiða aðstoðarfólki samkvæmt kjarasamningum.

Staðan í dag er sú að notendur geta einungis fengið hluta af þeirri aðstoð sem þeir þurfa. Dæmi eru um að fólk sem þarf mjög mikla aðstoð, þurfi að skera niður um 1-2 af hverjum 7 úthlutuðum tímum. Það þýðir að fólk er að skera niður 1-2 daga af hverri 7 daga viku. Fatlað fólk með mikla þjónustuþörf getur þetta ekki lengi áður en eitthvað alvarlegt kemur upp á og hefur sjálfsagt gerst nú þegar.

Nú er komið að endurnýjun flestra ef ekki allra NPA samninga og í nýjum samningum verður að hafa kjarasamninga aðstoðarfólks í huga við mat á upphæðum.

Rúnar Björn Herrera
Formaður NPA miðstöðvarinnar

Tvennir kjarasamningar um störf aðstoðarfólks

NPA miðstöðin og Starfsgreinasambandið undirrita kjarasamning

NPA miðstöðin og starfsgreinasambandið (SGS) hafa undirritað kjarasamning sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Gerð kjarasamningsins er liður í því að búa til ramma utan um störf aðstoðarfólks fatlaðs fólks innan NPA verkefnisins.

Frá undirritun kjarasamningsSamið var um kauptaxta, vaktavinnufyrirkomulag, greiðslur á ferðum og fleira. Þá var ákveðið að halda áfram að ræða hvernig farið yrði með fyrirkomulag hugsanlegra sólarhringsvakta og sofandi vakta. Samningurinn nær til aðstoðarfólks fatlaðs fólks um allt land að undanskildu Flóasvæðinu, þ.e. þess starfsfólks sem er í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, en þessi félög undirrituðu kjarasamning fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Samningurinn verður kynntur fyrir eigendum sínum á fundum á næstu vikum.

Kjarasamningur um störf aðstoðarfólks undirritaður

Þann 17. september 2012 var undirritaður kjarasamningur milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um störf aðstoðarfólks fyrir fatlað fólk. Um er að ræða sérstakan kjarasamning sem hefur verið sniðinn að notendastýrðri persónulegri aðstoð og er hann því fyrsti opinberi kjarasamningurinn sinnar tegundar hérlendis.

NPA miðstöðin