Aðstoðarmaður í smitgát, hvað geri ég nú?

Sú staða getur komið upp að aðstoðarfólk þurfi að fara í smitgát. Undir venjulegum kringumstæðum ætti fólk í smitgát að geta sinnt vinnu en fara samt sérstaklega varlega og m.a. ekki umgangast fólk í áhættuhópi. Þegar NPA aðstoðarfólk fer í smitgát, sem margt hvert starfar hjá fólki í áhættuhóp, horfir málið öðruvísi við.

Þegar kemur upp sú staða að NPA aðstoðarfólk sem starfar hjá einstaklingi í áhættuhópi, lendir í smitgát og getur ekki sinnt vöktum á meðan á því stendur, þá getur viðkomandi aðastoðarmanneskja valið að láta skrá sig frekar í sóttkví til þess að geta fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun fyrir þær vaktir sem hann/hún/hán mun missa af. Hinir möguleikarnir í þessum aðstæðum væru að nota hlífðarbúnað eða hugsanlega að skipta á vöktum við annað aðstoðarfólk sem tæki þá vaktir á meðan að viðkomandi er í smitgát.

Lesa >>

Sveitarfélög brjóta lög og ríkissjóður er áhorfandi

 

Nýfallinn dómur er mikilvægur sigur í baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi. Viðbrögð frá stjórnvöldum nauðsynleg þegar í stað.

Í síðustu viku féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem hafði fengið samþykkta umsókn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá sínu sveitarfélagi en verulegar tafir voru á því að þjónustan gæti hafist. Ástæðan fyrir töfunum var sú að sveitarfélagið setti þann fyrirvara um veitingu þjónustunnar, að mótframlag bærist frá ríkissjóði vegna hennar. Maðurinn hafði sótt um NPA í október 2018 en var ekki gert kleift að nýta þjónustuna fyrr en í janúar 2021.

Lesa >>

Ólöglegt að setja kvóta á mannréttindi fólks

Nýverið féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfestir að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er lögbundinn réttur fatlaðs fólks og að það sé ólöglegt að setja kvóta á þau mannréttindi.

Hvaða þýðingu hefur þessi dómur fyrir fatlað fólk? 

Dómur héraðsdóms er afdráttarlaus og staðfestir að rétturinn til NPA er skýr og sveitarfélögum er óheimilt að tefja afgreiðslu umsókna um NPA, t.d. með vísan til þess að mótframlög berist ekki úr ríkissjóði eða með öðrum fyrirvörum.

Þessi dómur þýðir að allt fatlað fólk sem hefur sótt um NPA, og uppfyllir önnur skilyrði fyrir þjónustunni, á rétt á því að sveitarfélagið afgreiði umsókn þeirra skjótt og örugglega.

Lesa >>

Fleiri greinar...