Ráðgjöf og þjónusta iðjuþjálfa í boði NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðinni er sönn ánægja að kynna til leiks Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa. NPA miðstöðin hefur nýlega gert samkomulag við hana til að veita félagsfólki okkar nýja þjónustu.

Félagsfólki NPA miðstöðvarinnar býðst nú tækifæri að fá ráðgjöf og þjónustu iðjuþjálfa sér að kostnaðarlausu tengt heimilistathugun, hjálpartæki, eigin umsjá, vinnu eða námi, bílamálum eða vinnuaðstöðu aðstoðarfólks. Félagsfólk NPA miðstöðvarinnar fær allt að þrjú skipti með iðjuþjálfa á hverju almannaks ári.

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi býr að áralangri reynslu tengt nýsköpun, furmkvöðlastarfi, breytingarstjórnun, stefnumótunarvinnu og stjórnunarstörfum innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt kennslu á framhalds- og háskólastigi. Guðrún Jóhanna hefur verið í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands og situr nú í stjórn Vinnuvistfræðifélags Íslands (VINNÍS).

Lesa >>

Aðalfundur, nýkjörin stjórn og verkefni nýliðins starfsárs

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn þann 28. maí síðastliðinn.

Formaður NPA miðstöðvarinnar
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson var kosinn formaður NPA miðstöðvarinnar.

Stjórn NPA miðstöðvarinnar
Eftirfarandi félagsfólk var kosið í stjórn NPA miðstöðvarinnar og hefur síðan þá haldið sinn fyrsta stjórnarafund og skipt með sér verkum sem hér segir:
Hallgrímur Eymundsson, gjaldkeri
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, meðstjórnandi
Salóme Mist Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Þorbera Fjölnisdóttir, meðstjórnandi

Lesa >>

Nýr kjarasamningur tók gildi 1. janúar 2022

Nýir kjarasamningar á milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar voru samþykktir í janúar og tóku gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Helstu breytingar eru t.d. þær að laun NPA aðstoðarfólks hækkuðu 1. janúar um 25.000 kr. og er sú hækkun sú sama og á almenna vinnumarkaðnum. Einnig má nefna að nýtt launaþrep bætist við launatöfluna og að hlutverk aðstoðarverkjstórnenda er launsett.

Nýr sérkjarasamningur tekur einnig gildi 1. maí næstkomandi. Stærsta breytingin 1. maí er stytting vinnuvikunnar. Með styttingu vinnuvikunnar er verið að færa vinnutíma NPA aðstoðarfólks nær því sem gengur og gerist í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Þann 1. maí nk. styttist vinnuvika aðstoðarfólks úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 vinnustundir á viku, eða mánuðurinn úr 172 tímum niður í 156 tíma. Aðrar breytingar sem taka gildi 1. maí eru m.a. þær að álagsþrepum fjölgar og verða svipuð þeim sem gilda hjá sveitarfélögum og að hægt verður að setja eyður á vaktir svo vaktir þurfa ekki að vera í samfelldri heild.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig betur á samningunum þá fylgja þeir hér með.

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

Fleiri greinar...