Evrópskur dagur um sjálfstætt líf og hjálpartækjasýning í Laugardalshöllinni

Föstudaginn 5. maí er evrópskur dagur um sjálfstætt líf. Þann dag verður NPA miðstöðin í Laugardalshöllinni á hjálpartækjasýningu Sjálfsbjargar 2017 sem ber yfirskriftina tækni, heilsa, lífsstíll. Starfsfólk NPA miðstöðvarinnar og stjórnarfólk sem sjálft notar notendastýrða persónulega aðstoð verða á staðnum og að sjálfsögðu tilbúin til skrafs og ráðagerða.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun opna sýninguna sem hefst kl. 14:00 á föstudeginum. Opnunartími á laugardaginn verður kl. 11:00-17:00. Hér má sjá frekari upplýsingar um sýninguna á Facebook:
https://www.facebook.com/events/357074228027538/

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar heldur upp á evrópskan dag um sjálfstætt líf í skemmtiferð til London. Þið getið fylgst með ævintýrum Rúnars í London en hann mun sjá um snapp NPA miðstöðvarinnar, föstudaginn 5. maí.
Snapchat: npamidstodin
https://www.snapchat.com/add/npamidstodin

Sjáumst í Höllinni!