Frá og með fimmtudeginum 25. mars mun starfsfólk NPA miðstöðvarinnar að mestu leyti vinna heiman frá sér. Þetta mun gilda næstu þrjár vikur (og mögulega lengur) og er gert  vegna hertra sóttvarnaraðgerða af völdum C-19.

Þar til annað verður tilkynnt, verður skrifstofa NPA miðstöðvarinnar lokuð en ráðgjafar eru að sjálfsögðu tilbúnir til aðstoðar, nú sem endranær. Hægt er að ná í þá í síma NPA miðstöðvarinnar, 567 8270 og netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fjarfundir eru að sjálfsögðu einnig í boði.

(Mynd: Reykjastræti)