NNDR ráðstefna um rannsóknir í fötlunarfræðum
5. júní 2023
Nordic Network of Disability Research ráðstefnan var haldin núna 10.-12. maí síðastliðinn. Ráðstefnan var haldin í 16. sinn í ár og fór að þessu sinni fram hér á Íslandi.
NPA miðstöðin var þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á ráðstefnunni. Erna Eiríksdóttir fræðslustýra miðstöðvarinnar var með tvö erindi á ráðstefnunni og hún og Rúnar formaður voru svo saman með eitt. Hér má sjá yfirlit yfir erindin:
- Umfjöllun um NPA á Íslandi og NPA miðstöðina, á fræðslufundi sem EASPD – European Assicioation of Service Providers for Persons with Disabilities stóð fyrir. Einungis 40 boðsgestir sátu þann fund. Aðrir fyrirlesarar voru Aðalbjörg Traustadóttir frá velferðarsviði Reykjavíkur, Anna Lára Steindal frá Þroskahjálp, Maarit Aalto fötlunarfræðingur, Katarzyna Beata Kubiś frá Þroskahjálp og Javier Güemes frá EASPD.
- Erna og Rúnar formaður, ásamt Rannveigu Traustadóttur prófessor í fötlunarfræðum, ræddu um stöðu NPA á Íslandi, í erindi sem Teodor Mladenov frá University of Dundee skipulagði og fjallaði um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf forðum daga, í nútíð og framtíðarsýn í Evrópu.
- Erindi um lög og reglugerðir á Íslandi og þau áhrif sem þær kunna að hafa á fólk með NPA. Það erindi var unnið með systurfélögum NPA miðstöðvarinnar, Uloba í Noregi og Stil í Svíþjóð. Erindið bar yfirskriftina „Policy and theoretical perspectives IV - Regulatory, financial, and other political barriers for realizing the right to personal assistance (PA) in Iceland, Sweden, and Norway“.
Það var ánægjulegt að taka þátt í ráðstefnunni og varð hún m.a. til þess að styrkja tengsl NPA miðstöðvarinnar við Norræna félaga enn frekar og hafa þeir, ásamt NPA miðstöðinni, sammælst um að hefja vinnu við tiltekin samvinnuverkefni í framhaldinu.
Ráðstefnan var vel sótt en yfir 700 gestir voru skráðir á ráðstefnuna og 122 málstofur haldnar á aðeins tveimur dögum. Næsta „Nordic Network on Disability Research“ ráðstefnan verður haldin að tveimur árum liðnum, dagana 7.-9. maí árið 2025, í þetta sinn í Helsinki í Finnlandi.
Erna, dökkhærð kona klædd í rósóttann vínrauðan og bleikan kjól, stendur í pontu fyrir framan glæru með súluriti sem lýsir stöðu NPA samninga í dag, að flytja erindi á NNDR ráðstefnunni.
Erna ásamt norrænum samstarfsfélögum okkar frá Uloba og STIL. Erna stendur í aftari röð í vínrauðum og bleikrósóttum kjól ásamt Egil frá Uloba, sem er með rautt skegg og í gráum jakkafötum. Í fremriröð eru Laila Bakke frá UIoba, dökkhærð kona í hjólastól með öndunarvél og í ljósri blússu, Jessica Smaland frá STIL, ljóshærð kona í hjólastól í ljósgráuu loð-ponsjói, og Jonas Franksson einnig frá STIL, dökkhærður karlmaður í blárri peysu.
Rúnar Björn formaður NPA miðstöðvarinnar, karlmaður í hjólastól í brúnnipeysu og gallabuxum, í viðtali vegna ráðstefnunnar. Í hægri kannti myndar má sjá ljóshærðann vídjótökumann og dökkhærða konu sem er spyrill.
Jonas, dökkhærður karlmaður í blárri peysu, og Jessica, ljóshærð kona með gleraugu í gráu loð ponsjó, frá STIL í pontu að fjalla um NPA í Svíðþjóð.
Rúnar Björn og Erna frá NPA miðstöðinni ásamt dr. Rannveigu Traustadóttur fötlunarfræðing, rauðhærð kona með gleraugu í hvítri og svartri peysu, í pontu að fjalla um hugmyndafræðina sjálfstætt líf á Íslandi í erindi Teodors Mladneov (ekki á mynd).
Myndir: Erna Eiríksdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Jessica Smaaland.