Að ýmsu er að huga þegar fólk hyggur á ferðalög. Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar geta aðstoðað félagsfólk við ýmislegt tengt skipulagi ferðalaga. Eins og

 • Aðstoðað við starfsmannamál og vaktaplön á meðan á ferð stendur
 • Veitt ráðleggingar varðandi dagpeninga
 • Aðstoðað við að gera ferðasamning við aðstoðarmanneskju
 • Ýmislegt fleira

Ferðasamningar
Ráðgjafar geta sent félagsfólki NPA miðstöðvarinnar sérstakt eyðublað sem hægt er að nota við gerð ferðasamnings. M.a. er hægt að setja eftirfarandi inn á ferðasamningseyðublaðið:

 • Vaktaplan aðstoðarfólks
 • Vaktafrí aðstoðarfólks
 • Upplýsingar um hvort dagpeningar verði greiddir eða hvort útlagður kostnaður verði endurgreiddur
 • Upplýsingar um hvar aðstoðarfólk muni sofa/gista

Athugið að félagsfólk NPA miðstöðvarinnar hefur einnig aðgang að:

 • Ítarefni um skipulag vakta yfir hátíðar
 • Eyðublað þar sem hægt er að skrá inn sumarfrí starfsfólk
 • Sérstökum ferðasamningum fyrir aðstoðarfólk áður en haldið er upp í ferðalög
 • Sérstakri handbók fyrir verkstjórnendur 

 

Myndlýsing: Á myndinni á sjá tvo menn, annar þeirra er í rafknúnum hjólastól en hinn stendur aftan á stólnum og keyra þeir eftir mjóum vegi. Maðurinn sem er í hjólastólnum er í gulri peysu og ljós brúnum buxum. Sá sem stendur aftan á stólnum er í hvítum stutterma bol og ljós bláum gallabuxum. Í bakgrunni sést vegrið, há fjöll, snjór efst í fjallstoppum og heiður himinn.

Mynd: Freepik
Mynd á forsíðu: Freepik