Þegar aðstoðarfólk fer í sumarfrí þarf stundum að ráða inn sumarstarfsfólk til að passa að allar vaktir séu fullmannaðar. Ef þörf er á sumarstarfsfólki þarf að auglýsa starfið, taka starfsviðtöl, gera ráðningarsamning og fleira. Því er gott að byrja fyrr en seinna að skipuleggja sumarið.

Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar aðstoða félagsfólk til dæmis við ráðningarferlið, gerð vaktaplana  og við launakostnaðaráætlun.

Athugið að félagsfólk NPA miðstöðvarinnar hefur aðgang að:

  • Ítarefni um skipulag vakta yfir hátíðar
  • Eyðublaði þar sem hægt er að skrá inn sumarfrí aðstoðarfólks
  • Sérstökum ferðasamningum fyrir aðstoðarfólks áður en lagt er upp í ferðalög
  • Sérstakri handbók fyrir verkstórnendur

Myndlýsing: Á myndinni eru tvær manneskjur að spila körfubolta. Önnur þeirra er í hjólastól, hún er brúnhærð og í appelsínugulri peysu. Hin stendur og er í ljósum buxum og í brúnni peysu og er að reyna að koma körfuboltanum ofan í körfuna.

Myndlýsing á mynd á forsíðu: Á myndinni má sjá par sem situr á strönd og er að horfa á sólina setjast. Maðurinn er í hjólastól, í brúnni skyrtu með dökkt hár og bendir út á hafið. Við hlið hans krýpur kona en hún er í ljós brúnum buxum, hvítrí skyrtu og með ljós brúnan hatt á höfðinu en hún er einnig með dökkt sítt hár. Við fætur hennar er ljós brúnn hundur.

Mynd: Freepik

Mynd á forsíðu: Freepik