Hér má sjá yfirlit yfir hátíðisdaga sumarið 2024. 

Á myndinni sést hvaða álag er á hverjum degi. Á Hvítasunnudegi og 17. júní er stórhátíðarálag. Tekið skal fram að álag greiðist ekki meðan á hvíldarvakt stendur en viðeigandi álag er greitt fyrir hvíldarrof.

Næstu hátíðisdagar eru:

  • Hvítasunnudagur: Sunnudagur 19.maí
  • Annar í Hvítasunnu: Mánudagur 20.maí
  • Þjóðhátíðardagur Íslendinga: Mánudagur 17.júní
  • Frídagur verslunarmanna: Mánudagur 5.ágúst

Athugið að félagsfólk NPA miðstöðvarinnar hefur einnig aðgang að:

  • Ítarefni um skipulag vakta yfir hátíðar
  • Eyublaði þar sem hægt er að skrá inn sumarfrí aðstoðarfólks
  • Sérstökum ferðasamningum fyrir aðstoðarfólk áður en lagt er upp í ferðalög
  • Sérstakri handbók fyrir verkstjórnendur

Myndlýsing: Mynd inn í frétt: Á myndinni er að finna upplýsingar um álagsgreiðslur til aðstoðarfólks á hátíðardögum í sumar. Álagsgreiðslurnar eru sýndar á láréttum súlum sem eru í gulum og appelsínugulum lítum. Álagsprósentan er sýnd með hvítum stöfum inn í súlunum. Fyrir ofan myndina sem sýnir álagsprósentuna er texti sem er svartur nema fyrsta setningin er í appelsínugulum lit. Myndin er á hvítum grunni.

Myndlýsing: Mynd á forsíðu: Á myndinni má sjá tvær konur. Önnur þeirra  er í ljósri peysu,  hvítum bol, svörtum buxum, hvítum sokkum,

í strigaskóm og er í hjólastól. Hún er brosandi, er með tvær fléttur í hárinu og heldur á tveimur kaffibollum. Hin konan hallar hjólastólnum aftur en hún er ljóshærð og er í appelsínugulri peysu og í brúnum buxum. Fyrir aftan þær eru há blokk.

Mynd á forsíðu fréttarinnar: Freepik

Mynd inn í frétt (Grafík): Silja