Félagsfundur

Ágætu félagar!

Miðvikudaginn 22. september nk. mun stjórn NPA-miðstöðvarinnar standa fyrir sínum fyrsta félagsfundi. Fundurinn verður haldinn á Háskólatorgi, stofu 104, og hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 22:00. Á fundinum munu nokkrir einstaklingar, sem nú þegar fá beingreiðslur til þess að ráða sjálfir sína aðstoðarmenn og skipuleggja aðstoðina sjálfir, halda stutt erindi.

Eftir erindin verður gert um 15 mínútna hlé og boðið upp á léttar veitingar. Að því loknu verða svo umræður og þar gefst félagsmönnum kostur á að spyrja og viðra skoðanir sínar.

Stjórn NPA-miðstöðvarinnar hvetur alla félagsmenn til að mæta, fylgjast með þróun hins nýja félags, og taka þátt í gagnlegum og fróðlegum umræðum.

Með félagskveðju,
f.h. stjórnar
Hallgrímur Eymundsson, formaður stjórnar

 

Dagskrá félagsfundar NPA-miðstöðvarinnar svf, þann 22. september 2010:

 1. Fundarsetning – Hallgrímur Eymundsson
 2. Kynning viðstaddra
 3. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 4. Fréttir frá stjórn – Hallgrímur Eymundsson
 5. Hvernig virkar notendastýrð persónuleg aðstoð? Hverju breytir slíkt fyrirkomulag fyrir þá sem fá beingreiðslur í dag?
  Eftirtaldir halda stutt framsöguerindi:
  1. Freyja Haraldsdóttir notandi slíkrar aðstoðar
  2. Aldís Sigurðardóttir notandi slíkrar aðstoðar (foreldri)
  3. Theodór Karlsson, en hann hefur reynslu af starfi sem aðstoðarmaður og hefur aðstoðað fólk við að sækja um beingreiðslur
  4. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir notandi slíkrar aðstoðar
 6. Hlé – 15 mínútur
 7. Umræður
 8. Kynntar hugmyndir að vinnufundi í október 2010 – Freyja Haraldsdóttir
 9. Önnur mál
 10. Fundarslit – Hallgrímur Eymundsson

 

Í lok fundar verður sýnt stutt myndband þar sem maður að nafni Ed Roberts segir frá þeirri hugmyndafræði sem notendastýrða persónuleg aðstoð byggir á, en hann var frumkvöðull þeirrar hugmyndafræði.