NPA miðstöðin stofnuð

Miðvikudaginn 16. júní 2010, var stofnfundur NPA miðstöðvarinnar haldinn.

Fundurinn var fjölmennur og var 15 manna lágmark stofnfélaga rúmlega tvöfaldað því að 33 manns gerðust stofnfélagar á fundinum.

Fundinum var stýrt af skipulega stýrt af Ragnar Gunnari Þórhallssyni og voru einnig sérfræðingar frá KPMG á fundinum m.a. til að svara ýmsum spurningum sem upp komu á fundinum.

Stofnfélagar kusu stjórn NPA miðstöðvarinnar og má sjá mynd af stjórninni ásamt varamönnum hér efst. Frá vinstri til hægri á myndinni eru þarna: Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Gísli Björnsson varamaður, Freyja Haraldsdóttir, Hallgrímur Eymundsson formaður, Embla Ágústsdóttir, Rúnar Björn Þorkelsson varamaður, Aldís Sigurðardóttir og Ásdís Jenna Ástráðsdóttir varamaður.

Ég þakka öllum fundarmönnum kærlega fyrir góðan fund og séstaklega öllum stofnfélögunum. Nú þurfum við öll að róa öllum árum að því að NPA miðstöðin verði að veruleika sem allra fyrst.

Hallgrímur Eymundsson,
formaður stjórnar NPA miðstöðvar