Stjórnarmenn fara á ráðstefnu í Svíþjóð

enil

Dagana 26. og 27. ágúst verður haldin ráðstefna í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þessi ráðstefna er fyrst og fremst haldin til að koma á samskiptum og miðla reynslu hreyfinga fólks um sjálfstætt líf í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Lithán, Noregi og Svíþjóð. Það er ENIL (European Network on Independent Living) sem stendur fyrir ráðstefnunni en JAG í Stokkhólmi er gestgjafinn.

Að senda fólk erlendis á ráðstefnu er dýrt og sérstaklega erfitt fyrir lítil félög sem eru stutt á veg komin. Við erum því fegin því að ULOBA, "systurfélag" okkar í Noregi, hefur boðist til að borga fyrir flug og gistingu fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Þeir styrkja aðeins fólk frá "þróunarríkjum" í baráttunni fyrir sjáfstæðu lífi, þ.e.s.a. löndum sem eiga langt í land í þeirri baráttu eins og Eistland, Lettland, Litháen og Ísland.

Á ráðstefunni verður fyrst boðið upp á námskeið um sjálfstætt líf, en verður um ýmislegt sem nýtist í barátunni fyrir sjálfstæðu lífi. Eftir það, eða seinnipartinn á fimmtudeginum byrjar sjálfur fundurinn en þar verða ýmsir með fyrirlestra eins og formaður JAG, formaður ENIL í Noregi, stjórnarmaður STIL og okkar stjórnamaður Freyja Haraldsdóttir.

Á seinni deginum verða einnig ýmsir fyrirlesarar og má þar nefna Adolf Ratzka (ILI Svíþjóð) og Jamie Bolling (ENIL). Einnig mun hvert land kynna stöðu sína á notendastýrðri persónulegri aðstoð, afstofnanavæðingu og löggjöf.

Nánar um dagskrá ráðstefnunar má sjá á vef JAG: Dagskrá á ensku (Word skjal)