Fyrirlesarar

 

Fyrirlesarar koma frá NPA miðstöðinni sem er samvinnufélag fatlaðs fólks um sjálfstætt líf og notendatýrða persónulega aðstoð og Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 

image001Aldís Sigurðardóttir er móðir Ragnars Emils sem er fimm ára leikskólastrákur með hreyfihömlun og lang-varandi taugahrörnunar-sjúkdóm. Hún hefur barist af miklum krafti ásamt eiginmanni sínum fyrir að hafa NPA allan sólarhringinn svo Ragnar geti alist upp í eigin fjölskyldu, lifað sjálfstæðu lífi og búið við mannréttindi rétt eins og systkini hans tvö. Fékk Ragnar samþykktan NPA samning í maí 2012 eftir fjögra ára baráttu. Aldís hefur verið í stjórn NPA miðstöðvarinnar frá stofnun hennar.


 


 

image003

 Embla Ágústsdóttir er nemi í félags- og kynjafræði við HÍ og stjórnarformaður NPA mið-stöðvarinnar. Hún hefur komið að því að sinna jafningjaráðgjöf við annað fatlað fólk sem sækist eftir NPA ásamt því að hafa tvisvar leitt sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fatlaðar unglingsstúlkur. Embla hefur síðustu ár unnið að því að fá NPA samning til þess að geta lifað sínu lífi eins og aðrar ungarkonur í Íslensku samfélagi en hefur eingöngu fengið samþykkt hluta af þeirri aðstoð se hún þarf.
 

 

 

 


image005Freyja Haraldsdóttir
hefur lokið námi í þroskaþjálfafræði við HÍ og stundar nú framhaldsnám í hagnýtri jafnréttisfræði við sama skóla. Hún er framkvæmdastýra NPA miðstöð-varinnar en sat áður í stjórn sem varaformaður. Hún hefur ferðast mikið erlendis til að kynna sér baráttustarf fatlaðs fólks, þá einkum á sviði hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og NPA. Freyja hefur verið með persónulega aðstoð að hluta til frá árinu 2007 og fékk loks samþykkta sólarhringsaðstoð árið 2011, þá eftir sjö ára baráttu.

 

 


image007Gísli Björnsson
er í diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við HÍ og starfar sem organisti í Laugarneskirkju. Hann er varaformaður stjórnar NPA miðstöðvarinnar ásamt því að starfa sem sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Gísli hefur verið með persónulega aðstoð að hluta í tvö ár en heyir enn baráttu fyrir NPA samningi sem uppfyllir þá þörf fyrir aðstoð sem hann hefur, svo hann geti búið í eigin íbúð, stundað nám og vinnu og lifað sínu sjálfstæða lífi.


 

 


image009Vilborg Jóhannsdóttir
er lektor í þroskaþjálfafræðum við Menntavísindasvið HÍ. Hún vinnur nú doktorsrannsókn um innleiðingu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og skoðar áhrif þess á hlutverk fagfólks í þjónustukerfinu. Vilborg hefur í fræðastörfum sínum unnið náið með fötluðu baráttufólki á Íslandi sem og á erlendum vettvangi og kynnt sér þróun samvinnufélaga fatlaðs fólks, einkum á Norðurlöndum.

Dagskrá

30 mínútur Kynning á fræðslu og fyrirkomulagi

Freyja Haraldsdóttir.

30 mínútur Þegar fjölskyldan sameinaðist á ný

Aldís Sigurðardóttir fjallar um líf sonar síns fyrir og eftir að hann fékk notendastýrða persónulega aðstoð.

30 mínútur Barátta fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og mannréttindum: Hugmyndafræði og helstu hornsteinar

Freyja Haraldsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir.

20 mínútur Kaffi

10 mínútur Of miklar væntingar um eigin framtíð?

Embla Ágústsdóttir fjallar um reynslu sína af baráttu fyrir sjálfstæðu lífi og hvernig notendastýrð persónuleg aðstoð breytti framtíðarsýn hennar.

30 mínútur Notendastýrð persónuleg aðstoð: hlutverk verkstjórnanda, aðstoðarverkstjórnanda og aðstoðarfólks

Embla Ágústsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir.

30 mínútur ,,Hver er forstöðukonan?"

Gísli Björnsson fjallar um hvernig lífið breyttist þegar hann flutti af sambýli og í eigin íbúð með notendastýrðri persónulegri aðstoð.

10 mínútur Frelsishrollurinn

Freyja Haraldsdóttir fjallar um hvernig líf hennar hefur breyst eftir að hún byrjaði að ráða sitt eigið aðstoðarfólk og stjórna sínu lífi.

20 mínútur Kaffi

30 mínútur Umræður og samantekt

Aldís Sigurðardóttir, Embla Ágústsdóttir, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Björnsson og Vilborg Jóhannsdóttir munu stýra umræðum í minni hópum.

Tenglar

Ýmsir góðir tenglar

Facebook síðan: NPA miðstöðin – www.facebook.com/pages/NPA-midstodin/354666050496

Samtök um Sjálfstætt líf á Íslandi – www.ssl.blog.is

Independent living institute – www.independentliving.org

 

Annað efni frá okkur

Samþykktir NPA miðstöðvarinnar frá stofnfundi: NPA miðstöðin - Samþykktir.pdf

Greinargerð send umsókn um styrk til ÖBÍ: Greinargerð um stofnun miðstöðvar NPA á Íslandi.pdf

Umsögn um þingsályktunartillöguna „Notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun": Umsögn SSL og NPA hópsins um þingsályktun um NPA.pdf

Bæklingur um „Sjálfstætt líf" og NPA miðstöðina: Bæklingur - Sjálfstætt líf og NPA miðstöðin.pdf