Stofnfundur 16. júní

Eftir mjög vel heppnaðan kynningarfund 5. júní á Grand Hótel (sjá mynd hér að ofan) verður haldinn stofnfundur miðvikudaginn 16. júní kl 18:00 einnig á Grand Hótel.

Kynningarfundurinn tókst mjög vel og var salurinn alveg fullur af fólki. Eftir fundinn höfðum við orð á því hve mætingin var góð og einnig var ánægjulegt að sjá þarna nokkuð mörg ný andlit.

Það sköpuðust mjög góðar umræður að erindunum loknum og komu þar fram margir góðir punktar.

Glærurnar hjá Ragnari Gunnari og Freyju eru komnar á síðuna fyrir kynningarfundinn bæði sem "pdf" og "rtf" fyrir lestrarforrit.

Kynningarfundur

Hér má sjá síðuna sem var sett upp fyrir kynningarfundinn. Þar er dagskrá fundarins og í henni eru tenglar á gögn sem voru á fundinum og voru sett á netið að fundi loknum.

Lesa >>

Kynningarfundur 5. júní

Núna fer að líða að stofnun samvinnufyrirtæksins um notendastýrða persónulega aðstoð. Sjá má nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá hans hér.

Einnig má finna hér síðu með upplýsingum um hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, önnur síða um þjónustu NPA miðstöðvarinnar og síða sem svarar helstu spurningum.

Hér eru svo drög að samþykktum: NPA miðstöðin - Drög að samþykktum.pdf.

Vona sem flest fatlað fólk sjái sér fært að mæta á fundinn og verði með okkur í baráttunni fyrir breytingum á kerfinu á Íslandi, enda ekki vanþörf á.

Sem hluti af þessum viðhorfsbreytingum ætlum við til dæmis ekki að fylla salinn á Grand Hótel af stólum. Heldur reiknum við með að margir komi í sínum eigin stólum og aðrir ófatlaðir geta sótt sér stól eða þá staðið til hliðar eða aftast eins og við höfum oft þurft að upplifa.

Fyrir hönd NPA hópsins,
Hallgrímur Eymundsson

NPA miðstöðin