Kynning á jafnvægishjólastólum

Heyra mátti mörg „Ó my god“ og „jahérna“ á kynningu á jafnvægishjólastólum hjá NPA miðstöðinni, miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn.
Kynningin var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar sem er með umboð fyrir jafnvægishjólastóla hér á landi. Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og vörustjóri fyrir Velferð hjá Öryggismiðstöðinni kynnti nokkrar gerðir af jafnvægishjólastólum og Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar deildi reynslu sinni af því að nota jafnvægishjólastól. Kynningin var opin öllum og var vel sótt. 23 einstaklingar mættu og var greinilega mikill áhugi á stólunum. Mestur var spenningurinn fyrir hjólastól sem ber nafnið IBOT og fer upp og niður tröppur.