Nýr kjarasamningur NPA aðstoðarfólks

24. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar samþykkti síðastliðinn laugardag, 20. maí, kjarasamninga NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið um kjör aðstoðarfólks og sérkjarasamning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, sem undirritaður var þann 9. maí. Áður hafði samningurinn verið samþykktur af félagsfólki Eflingar sem starfar hjá NPA miðstöðinni þann 19. maí síðastliðinn. 

Lesa >>

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar 2023

23. maí 2023, uppfært 26. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar 2023 fór fram síðastliðinn laugardag, þann 20. maí í húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8. Var vel mætt á fundinn.

Skýrsla stjórnar NPA miðstöðvarinnar
Nánari upplýsingar um starfsemi NPA miðstöðvarinnar á nýliðnu starfsári og helstu verkefni á næstunni, má finna í skýrslu stjórnar NPA miðstöðvarinnar 2023. Hér verða samt einnig rakin nokkur atriði um starfsemi og þjónustu NPA miðstöðvarinnar.

Lesa >>

Áralöng kyrrstaða á enda - loksins fjölgar NPA samningum!

Þær stórgóðu fréttir bárust nýlega að til stæði að hækka framlög ríkisins til NPA samninga um nær 50% á komandi ári. Þessar jákvæðu breytingar á fjárlagafrumvarpi ársins 2023 eru afrakstur mikillar baráttu af hálfu fatlaðs fólks.

Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er gert ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum á næsta ári. NPA miðstöðin telur þó rétt að taka þessari tölu um fjölgun samninga með fyrirvara. Ólíklegt þykir, út frá fyrirliggjandi kostnaðargreiningu á NPA samningum sem eru í gildi, að áætlað viðbótarfjármagn dugi fyrir 50 nýjum samningum. Engu að síður, ætti þessi innspýting að stytta biðlista eftir NPA verulega og því ber að fagna þar sem fjöldi samninga hefur nær staðið í stað um talsvert langt skeið.

Lesa >>

Fleiri greinar...

NPA miðstöðin