Sögulegt samstarf hagsmunafélaga fatlaðs fólks og sveitarfélaga

Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu einhuga að baki þeirri kröfu að forgangsmál væri að eyða óvissu um áframhaldandi þátttöku ríkisins í fjármögnun NPA þjónustuformsins á næstu árum, á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðastliðinn föstudag.
Skorað var á ráðherrana að beita sér fyrir því að framtíðar-fyrirkomulag NPA verði treyst í sessi, að fjármögnun verði tryggð til þess að fjölga NPA samningum og jafnframt að svartími og bið eftir þjónustuforminu verði í takt við gerðar áætlanir.