Sögulegt samstarf hagsmunafélaga fatlaðs fólks og sveitarfélaga

Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu einhuga að baki þeirri kröfu að forgangsmál væri að eyða óvissu um áframhaldandi þátttöku ríkisins í fjármögnun NPA þjónustuformsins á næstu árum, á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðastliðinn föstudag.

Skorað var á ráðherrana að beita sér fyrir því að framtíðar-fyrirkomulag NPA verði treyst í sessi, að fjármögnun verði tryggð til þess að fjölga NPA samningum og jafnframt að svartími og bið eftir þjónustuforminu verði í takt við gerðar áætlanir.

Lesa >>

Ráðagóður ráðgjafi óskast á skrifstofu

Hefur þú áhuga á mannréttindum og sjálfstæðu lífi? NPA miðstöðin óskar eftir að ráða öflugan ráðgjafa til starfa á skrifstofu miðstöðvarinnar í tímabundna afleysingu.

Starfið felst í því að veita núverandi og væntanlegum notendum með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá NPA miðstöðinni ráðgjöf er varðar skipulag og framkvæmd aðstoðarinnar. Starfið er spennandi, fjölbreytt og lærdómsríkt og er unnið í lifandi starfsumhverfi sem varðar mikilvæg mannréttindi fatlaðs fólks. 

Óskað er eftir ráðgjafa í 100% starfshlutfall, tímabundið til 31. ágúst 2023. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma, en vinnutími getur verið að nokkru leyti sveigjanlegur. Sérstaklega verður horft til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og tekið er fagnandi á móti umsóknum frá fötluðu fólki.

Lesa >>

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023

NPA miðstöðin skilaði á dögunum inn umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023. Í umsögninni er reifað hvernig ríkissjóður hefur vanáætlað og vanfjármagnað sinn hluta af NPA og fyrir vikið eru um helmingi færri NPA samningar í gildi í dag en þeir ættu að vera samkvæmt lögum nr. 38/2018.

Í umsögninni er gerð krafa um að ríkissjóður standi við skuldbindingar sínar um fjármögnun NPA samninga fyrir árið 2023. Í það minnsta er gerð krafa um að ríkissjóður bæti inn í fjárlögin viðbótarfjármagni vegna 44 NPA samninga sem eru á biðlista.

Umsögnina má lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-34.pdf

Fleiri greinar...

NPA miðstöðin