Þegar fatlað fólk notar NPA er það sjálft verkstjórnendur og yfirmenn yfir eigin aðstoðarfólki. Þannig hefur fatlað fólk fulla stjórn á því hvernig aðstoðin er framkvæmd, hvenær og hvar.

Hlutverk og ábyrgð verkstjórnanda er til dæmis að:

 • Auglýsa eftir aðstoðarfólki til starfa
 • Taka atvinnuviðtöl
 • Ráða aðstoðarfólk
 • Gera vinnuplan fyrir aðstoðarfólkið
 • Gera starfslýsingu fyrir aðstoðarfólkið
 • Vera leiðbeinandi fyrir aðstoðarfólk og kenna því hvernig aðstoðin skuli vera framkvæmd
 • Skapa gott vinnuumhverfi fyrir aðstoðarfólk
 • Tryggja aðstoðarfólk til afleysinga ef upp koma veikindi eða frí
 • Fylgjast með tímanotkun aðstoðarinnar
 • Halda starfsmannafundi og viðtöl reglulega
 • Utanumhald um önnur starfsmannamál

Freyja

Það er flókið í fyrstu að taka stjórnina í sína eigin hendur og verða verkstjórnandi fyrir eigið aðstoðarfólk. Ábyrgðin er mikil, margt er að læra og ótal ný verkefni blasa við sem manni hafði ekki órað fyrir að takast á við. Með tímanum lærist þó margt og hef ég uppgötvað að þrátt fyrir margar áskoranir er frelsið sem fylgir þeim, þess virði. Fyrir mig hefur skipt mestu máli að hafa allt eins skýrt og hægt er fyrir aðstoðarfólk, þ.m.t. vinnutíma, hlutverk í ólíkum aðstæðum og til hvers ég ætlast af þeim. Fólkið í NPA miðstöðinni og erlendar fyrirmyndir hafa skipt mig miklu við að ná tökum á verkstjórnarhlutverkinu.
Freyja