Viðmælandi vikunnar er engin önnur en Embla Ágústsdóttir, stjórnarformaður NPA miðstöðvarinnar.
1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?
Ég hef verið með skerðingu frá fæðingu og hef því upplifað fatlandi viðhorf samfélagsins allt mitt líf. Það sem fatlar mig mest í daglegu lífi er þegar fólk hlustar ekki á mig, tala um mig en ekki við mig og gengur út frá því að ég sé í ‘umsjón’ annarra og að líf mitt sé harmleikur.
2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?
Ég áttaði mig á því hvernig NPA gengur fyrir sig þegar ég kynntist Freyju Haraldsdóttur og sá hvernig lífi hún lifði. Það var svo í maí árið 2010 sem Freyja sagði mér að til stæði að stofna samvinnufélag og bauð mér að taka þátt í stofnun og uppbyggingu þess.
Lesa >>
Ragnar Gunnar Þórhallsson er viðmælandi okkar í þessari viku.
1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?
Nú hef ég verið hreyfihamlaður í nokkra áratugi. Það er ekki spurning að skortur á aðgengi í samfélaginu hefur haft afgerandi áhrif á allt mitt líf, svo sem val um hvar ég bý, námsmöguleika, atvinnu, ferðalög og hvaða fólki ég hef haft tækifæri á að kynnast á lífsleiðinni. Þó ýmislegt hafi áunnist þá er enn langt í land bæði hvað varðar aðgengi og jafnvel ennþá frekar viðhorf í samfélaginu. Þessi endalausa krafa um að fólk með skerðingar eigi og þurfi að vera hetjur til að hljóta viðurkenningu samfélagsins stendur framþróun fyrir þrifum. Þarna leika fjölmiðlarnir stórt hlutverk, þeir stilla fötluðu fólki upp ýmist sem hetjum eða harmleik; ef þú ert ekki hetja er líf þitt harmleikur. Í raun felur umfjöllun fjölmiðla oft í sér kúgun og niðurlægingu þegar grannt er skoðað.
2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?
Lesa >>