NPA námskeið 2: Hlutverk, ábyrgð og samskipti

NPA námskeið 2: Hlutverk, ábyrgð og samskipti

HVENÆR? Fimmtudagur 9. nóvember, kl. 13:00-16:00. 
HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: Þriðjudagur 7. nóvember 2023.
Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast! 

Lesa >>


Umsögn NPA miðstöðvarinnar um fjárlagafrumvarp næsta árs

Umsögn NPA miðstöðvarinnar um fjárlagafrumvarp næsta árs

NPA miðstöðin skilaði inn umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2024, þann 6. október síðastliðinn. Í umsögninni leggur NPA miðstöðin áherslu á tvo þætti:

  • Að almenn aðhaldskrafa eigi ekki við um málaflokk fatlaðs fólks og að afnema skuli aðhaldskröfu á málaflokk fatlaðs fólks og NPA, sem fram kemur í fjárlögunum.
  • Að fjárframlög ríkisins til fjármögunar NPA samninga fyrir árið 2024 verði aukin til að tryggja fjármagn fyrir þeim fjölda NPA samninga sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði laga nr. 38/2018.

Lesa >>


NPA course 6: First Aid

NPA course 6: First Aid

WHEN? Monday 30. October, 13:00-16:00. 
WHERE? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, entrance A, 2. floor.

Participants will receive a first aid certificate from a registered provider.

REGISTRATION: Click on this link.
Last day of registration: Friday 27. October 2023.
Limited spaces - register to secure your seat.

Lesa >>


Lifi fatlaðs fólks slegið á frest

Lifi fatlaðs fólks slegið á frest

Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin!

Fjölgun samninga staðið í stað
Fyrsta árið eftir lögfestinguna kom vissulega svolítill kippur í fjölgun NPA samninga en árin þar á eftir stóð fjöldi samninga í raun í stað. Í lok síðsta árs voru NPA samningar 89 talsins í stað þeirra 172 sem kveðið hafði verið á um í lögum. Í desember í fyrra voru svo sett ný lög þar sem lofað var allt að 50 nýjum samningum í ár og að fjöldi NPA samninga skyldi vera orðinn allt að 172 í lok næsta árs, 2024. Hingað til hafa hins vegar eingöngu borist óstaðfestar fréttir af 20 nýjum NPA samningum á þessu ári en ekki 50 eins og lofað var. 

Lesa >>


NPA  námskeið 1: Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf

NPA námskeið 1: Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf

HVENÆR? Fimmtudagur 12. október, kl. 13:00-16:00. 
HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: 10. október 2023.
Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast!

Lesa >>

 

Fréttasafn

NPA miðstöðin