Viðbragðsáætlun vegna Covid19 fyrir NPA notendur

Viðbragðsáætlun vegna Covid19 fyrir NPA notendur

NPA miðstöðin hefur útbúið almenna viðbragðsáætlun fyrir NPA notendur til að bregðast við útbreiðslu Covid19. Áætlunin tekur mið af útgefnu efni frá sóttvarnarlækni og almannavörnum ásamt þeim upplýsingum sem liggja fyrir frá sveitarfélögum. NPA miðstöðin mun uppfæra viðbragsðáætlun sína eftir því sem frekari upplýsingar berast og ástæða þykir til.

NPA miðstöðin leggur þó áfram áherslu á að sveitarfélög útfæri viðbragðsáætlun fyrir þennan viðkvæma hóp af fólki, en verulegur skortur hefur verið á leiðbeiningum og áætlanagerð af hálfu sveitarfélga fram til þessa sem hefur leitt til þess að margir upplifa mikið óöryggi á þessum tímum.

Lesa >>


NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur!

NPA miðstöðin flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Urðarhvarf 8 í dag, 1. apríl 2020. Af þeim orsökum getur orðið seinkun á símsvörun og tölvupóstsamskiptum út vikuna

Við biðjumst velviðringar á þeim töfum sem þetta getur valdið og vonum að þið sýnið þessu skilning. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýja staðnum!

 

 
 

Lesa >>


Viðbrögð vegna Covid19 fyrir fatlað fólk með notendastýrða persónulega aðstoð

Viðbrögð vegna Covid19 fyrir fatlað fólk með notendastýrða persónulega aðstoð

Á síðustu vikum hafa sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki á almennum vinnumarkaði unnið að viðbragðsáætlunum vegna hraðrar útbreiðslu kórónaveirunnar, sem veldur Covid19 sjúkdómnum, hér á landi. Lýst hefur verið neyðarstigi almannavarna vegna útbreiðslu veirunnar og hafa aðgerðir undanfarinna vikna miðast að því að tryggja öryggi þeirra einstaklinga sem er í sérstökum áhættuhópi vegna veirunnar.

Einstaklingar með notendastýrða persónulega aðstoð eru margir hverjir í sérstaklega viðkvæmum hópi. Bæði eru margir þessara einstaklinga í áhættuhópi vegna fötlunar sinnar, þ.e. með undirliggjandi önundarfærasjúkdóma eða skerta lungnastarfsemi, en einnig vegna þess að þeir eru utan stofnanaþjónustu og því hafa almennar aðgerðir sveitarfélaga og viðbragðsáætlanir ekki tekið sérstaklega til NPA notenda.

Lesa >>


Fjölgum störfum með fleiri NPA samningum

Fjölgum störfum með fleiri NPA samningum

Nú þegar ljóst er að fjöldi fólks er að missa störf í samfélaginu vegna áhrifa Covid-19, leitar Alþingi leiða til að styrkja atvinnulífið. Alþingi hefur m.a. óskað eftir tillögum frá ýmsum aðilum til að nýta við það uppbyggingarstarf sem blasir við á næstu mánuðum.

Upplagt er fyrir stjórnvöld að virkja þá NPA samninga sem nú þegar hafa verið samþykktir af sveitarfélögum. Fjöldi fatlaðs fólks hefur fengið samþykki síns sveitarfélags fyrir NPA en bíður í óvissu eftir því að þjónusta sín verði virkjuð. Það eina sem vantar upp á er aukið framlag frá ríkinu. Aukið framlag ríkisins myndi jafnframt tryggja fleiri störf í samfélaginu.

Lesa >>


Upplýsingar um Covid-19

Hér koma upplýsingar sem varða NPA notendur, aðstoðarfólk þeirra og aðstandendur. Upplýsingarnar verða uppfærðar eftir því sem þær berast til NPA miðstöðvarinnar. Efnisflokkarnir eru fimm:

  • Viðbragðsáætlun fyrir NPA notendur vegna COVID-19
  • Samantekt vegna COVID-19
  • Til aðstoðarfólks NPA notenda
  • Upplýsingar um COVID-19, handþvott, sóttvarnir o.fl.
  • Fréttir og tilkynningar

Síðast uppfært 8. apríl 2020.

Lesa >>

 

Fréttasafn