Jafningjafræðsla: 5% hvað?

Um hvað snúast þessi 5% eiginlega? Hvernig ber að nýta þau?

Jafningafræðslufundur NPA miðstöðvarinnar verður haldinn næsta fimmtudag, 1. mars, kl. 20:00 á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar, Hátúni 12 (vestur inngangur).

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir mun kynna málið og stýra umræðum.

Fjöldi NPA vinnustunda ræðst af stærð NPA samnings hjá tilteknum NPA notanda. NPA vinnustundin er taxti, fjárhæð sem skipt er í þrennt, launakostnað, umsýslukostnað og kostnað við starfsmannahald.

 

Kolbrún mun rýna í fimm prósentin, hvernig okkur beri að nota þau og hvernig þau geti nýst okkur, t.d. vegna:
• Starfsmanna aðstöðu.
• Greiðslu fyrir aðstoðarfólk þegar farið er á viðburði eða aðra afþreyingu.
• Skemmda á eignum o.fl.

Fundirnir gefa gott tækifæri til að fræðast og leita ráða hjá hvert öðru. NPA er að mörgu leyti stöðugt lærdómsferli og reglulega koma upp ný atriði sem við höfum jafnvel ekki þurft að takast á við áður. Þá getur verið gott að leita í reynslubankann hjá öðrum. Léttar veitingar í boði. 

Rík skylda er á fundargestum, að gæta trúnaðar um þær persónulegu upplýsingar sem á fundunum kunna að koma fram.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Prenta | Netfang