Er NPA fyrir mig? Opinn jafningjafræðslu- og kynningarfundur

NPA miðstöðin stendur fyrir opnum jafningjafræðslu- og kynningarfundi um NPA, mánudaginn 12. mars kl. 17.00. Farið verður yfir helstu atriði sem snúa að notendastýrðri persónulegri aðstoð og boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Umfjöllunarefni
● Reynslusögur notenda.
● Er NPA fyrir mig?
● Hvernig sækir maður um NPA?
● Hvernig virkar NPA? 
● Hvað gerir NPA miðstöðin? 

Fyrir hverja er fundurinn?
● Fatlað fóllk sem er ekki með neina aðstoð en vill kynna sér NPA.
● Fatlað fólk sem er með beingreiðslusamning en vill fá NPA samning.
● Fatlað fólk með NPA samning og vill kynna sér þjónustu NPA miðstöðvarinnar sem umsýlsuaðila.
● Fatlað fólk sem er með þjónustu sem heyrir undir félagsþjónustu sveitarfélaga og þarf meiri aðstoð.
● Fatlað fólk sem vill sækja um NPA eða er að bíða eftir NPA verði lögfest hér á landi.
● Fatlað fólk og aðstandendur þeirra.

Stjórnar- og félagsmenn NPA miðstöðvarinnar munu kynna málið og stýra umræðum.

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang