Jafningjafræðslu- og kynningarfundur á Akureyri

Er NPA fyrir mig? Hvað gerir NPA miðstöðin? Svör við þessu og fleiru fást á jafningjafræðslu- og kynningarfundi NPA miðstöðvarinnar sem haldinn verður á Akureyri í næstu viku.

Hvenær? Næsta þriðjudag, 12. júní kl. 16:30.
Hvar? Lions salurinn, 4, hæð, Skipagötu 14 (Alþýðuhúsinu).
Aðgengi? Lyfta í húsinu og aðgengi fyrir fólk í hjólastólum.

Í kjölfarið verður unnt að bóka sérstakan fund með fulltrúum NPA miðstöðvarinnar sem færu fram daginn eftir, miðvikudag.

Farið verður yfir helstu atriði sem snúa að notendastýrðri persónulegri aðstoð og boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

● Reynslusögur notenda.
● Er NPA fyrir mig?
● Hvernig sækir maður um NPA?
● Hvernig virkar NPA?
● Hvað gerir NPA miðstöðin?

Fyrir hverja er fundurinn?
● Fatlað fóllk sem er ekki með neina aðstoð en vill kynna sér NPA.
● Fatlað fólk sem er með beingreiðslusamning en vill fá NPA samning.
● Fatlað fólk með NPA samning og vill kynna sér þjónustu NPA miðstöðvarinnar sem umsýlsuaðila.
● Fatlað fólk sem er með þjónustu sem heyrir undir félagsþjónustu sveitarfélaga og þarf meiri aðstoð.
● Fatlað fólk sem vill sækja um NPA eða er að bíða eftir að lög um NPA taki gildi hér á landi.
● Fatlað fólk og aðstandendur þeirra.

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður og Hjörtur Örn Eysteinsson skrifstofustjóri NPA miðstöðvarinnar munu kynna málið og stýra umræðum.

Léttar veitingar í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur!

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang