Breytt fyrirkomulag á skrifstofu vegna C19

Næstu tvær vikurnar eða til mánudagsins 19. október mun starfsfólk NPA miðstöðvarinnar að mestu leyti vinna heiman frá sér en þá verður staðan metin á ný.

Skrifstofan verður lokuð þennan tíma en ráðgjafar eru að sjálfsögðu tilbúnir til aðstoðar, nú sem endranær. Hægt er að ná í þá í síma NPA miðstöðvarinnar, 567 8270 og netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fjarfundir eru að sjálfsögðu einnig í boði.

(Mynd: Reykjastræti)