Myndbönd um sýkingarvarnir, handhreinsun, hlífðarbúnað, einangrun og COVID-19 sýnatöku

Uppfært 10. október 2020 kl. 14:49

Hér er safn myndbanda sem innihalda góð ráð og upplýsingar varðandi sóttvarnir o.fl. frá embætti landlæknis Íslands.

Myndband um sýkingavarnir fjallar um helstu leiðir í sýkingavörnum þar sem handhreinsun er hvað mikilvægust. Einnig er fjallað um hanska, hlífðargrímur, hlífðargleraugu, hreinlæti við hósta og hnerra, umhverfisþrif, frágang líns (t.d. sængurvera) og áhöld.

 

 

Myndband um handhreinsun inniheldur sýnikennslu um handhreinsun og útskýrir mikilvægi hennar.

 

Myndband um hlífðarbúnað í heilbrigðisþjónustu sýnir m.a. í hvaða röð skuli setja á sig hlífðarbúnað og í hvaða röð taka hann af og mikilvægi mismunandi hlífðarbúnaðar eftir aðstæðum, t.d. svuntur, hlífðarsloppar, augnhlífar, grímur o.fl.

 

Myndband um eingangrun fjallar um framkvæmd einangrunar til að koma í veg fyrir snertismit, dropasmit og úðasmit.

 

Kennslumyndband um hvernig skal fara í og úr hlífðarbúnaði sem nota skal vegna umönnunar á sjúklingi með COVID-19

 

 

Myndband sem leiðir áhorfanda í gegnum COVID-19 sýntatöku, allt frá því hvernig panta skaltíma í sýnatöku og til þess að niðurstaða fæst, frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Covid-19 sýnataka með ísl texta from Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins on Vimeo.

NPA miðstöðin