Opinn upplýsingafundur fyrir fatlað fólk með NPA, beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra, vegna COVID-19

Upplýsingafundur NPA miðstöðvarinnar í samstarfi við Almannavarnir og Embætti landlæknis verður haldinn þriðjudaginn 27. október kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er: Sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 fyrir fatlað fólk með NPA eða beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra.

Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að hlusta á sérfræðinga um kórónaveirufaraldurinn og til að fá svör við þínum spurningum, t.d. spyrja út í notkun á hlífðarbúnaði, rétt viðbrögð við smiti eða sóttkví og hvernig best sé að standa að forvörnum og undirbúningi vegna mögulegra smita. María Rúnarsdóttir, fulltrúi velferðarmála í samhæfingarstöð almannavarna, mun m.a. fara með einföldum hætti yfir helstu atriðin úr útgefnum leiðbeiningum fyrir fatlað fólk vegna COVID-19.

  • Fundurinn er öllum opinn en er sérstaklega ætlaður fötluðu fólki með NPA eða beingreiðslusamninga og aðstoðarfólki þeirra.
  • Um fjarfund er að ræða. 
  • Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í gegnum meðfylgjandi hlekk og þá berst viðkomandi staðfestingarpóstur sem inniheldur hlekkinn á sjálfan fundinn. Sá hlekkur virkjast 10 mínútum áður en fundurinn hefst.
  • Boðið verður upp á táknmáls- og rittúlkun.
  • Einstakt tækifæri til að spyrja.

UPPLÝSINGAFUNDUR UM SÓTTVARNIR VEGNA COVID-19

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður NPA miðstöðvarinnar setur fundinn.

Á fundinum verða fulltrúar sem hafa komið að ritun leiðbeininga til fatlaðs fólks vegna C19:

  • María Rúnarsdóttir, fulltrúi velferðarmála í samhæfingarstöð almannavarna, fjallar um mikilvægi þess að undirbúa viðbrögð og leiðir til þess.
  • Íris Marelsdóttir, sóttvarnarsviði Embættis landlæknis og
  • María I. Kristjánsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga sitja fyrir svörum.

Einnig verður Guðrún Lísbet Níelsdóttir frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fundarstjóri: Vigdís Thorarensen, fræðslustýra NPA miðstöðvarinnar og NPA ráðgjafi.

FYRIRSPURNIR
Hægt er að senda spurningar fyrirfram til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og leitast verður við að svara öllum spurningum sem berast. Einnig verður hægt að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur.

LEIÐBEININGAR VEGNA COVID-19
Hér eru leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk - sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19.
Hér er svo samantekt upplýsinga, leiðbeininga og fræðslumyndbanda sem nýst geta fötluðu fólki með NPA, beingreiðslusamninga og aðstoðarfólki þeirra vegna COVID-19.

FACEBOOK
Hér eru upplýsingar um fundinn á Facebook.

ENGLISH SPEAKING PERSONS
English speaking personal assistants are encouraged to attend the meeting. Questions will be answered in English upon request. Here is the brochure "Guidance for disabled people with NPA, other user agreements and their assistants" - COVID-19 preventive measures".