Málþing um notendastýrða persónulega aðstoð

NPA miðstöðin vekur athygli á að þann 17. nóvember nk. verður haldið málþing um NPA á vegum Velferðarráðuneytisins, í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA, á Icelandair Hotel Reykjavík Natura.

Aðgangur er öllum opinn og ókeypis, en skráning fer fram á vef ráðuneytisins, sjá hér. Dagskrá málþingsins má nálgast á vef Velferðarráðuneytisins, eða með því að smella hér.

Á málþinginu mun Verkefnisstjórn um NPA kynna tillögur sínar og hugmyndir varðandi fyrirkomulag NPA eftir lögfestingu þjónustunnar. Um er að ræða eitt stærsta hagsmunamál fatlaðs fólks til framtíðar og hvetur NPA miðstöðin því félagsmenn og aðra áhugasama til að fjölmenna á málþingið.

Fréttatilkynning á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.

Prenta | Netfang