Staða lögfestingar NPA

Nú liggur fyrir að lögfesting á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) mun ekki ná fram að ganga fyrir áramót, eins og yfirlýsingar forystumanna stjórnmálaflokka höfðu kveðið á um bæði fyrir og eftir kosningar.

Nýr félags- og jafnréttismálaráðherra hefur þó lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um heimild til að „framlengja samninga sem gerðir hafa verið árið 2017 til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður áum réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.“ Þá segir jafnframt að heimilt sé „að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018.“ 

Í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sem nú er til umræðu á Alþingi, er að svo stöddu einungis gert ráð fyrir 70 milljóna króna viðbótarframlagi af hálfu ríkisins til nýrra NPA samninga, sem ætla má að geri sveitarfélögum kleift að fjölga NPA samningum um 25 á árinu 2018, það er úr 55 samningum í 80.

Vinna við reglugerð og handbók um NPA stendur nú yfir innan Velferðarráðuneytisins og stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki snemma á næsta ári. Janframt er gert ráð fyrir að lög sem kveða á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar taki gildi 1. júní 2018 samkvæmt frumvarpi til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

Hér má horfa á umræður á Alþingi um ofangreind mál.

19. desember 2017

e-max.it: your social media marketing partner

Prenta | Netfang