Góðar fréttir frá Reykjavíkurborg

Fulltrúar NPA miðstöðvarinnar sátu fund í dag með starfsfólki Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem þær gleðifréttir komu fram að búið er að ákveða að hækka jafnaðartaxta NPA samninga hjá Reykjavíkurborg vegna kjarasamningshækkana aðstoðarfólks. Jafnframt hefur verið ákveðið að taka upp þrjá mismunandi taxta sem koma betur til móts við raunverulegar þarfir notenda þjónustunnar. Þessar breytingar munu gilda afturvirkt frá 1. apríl s.l. og koma líklega til framkvæmda 1. september n.k.

Einnig hefur verið ákveðið hjá Reykjavíkurborg að úthluta fimm nýjum NPA samningum og auka verulega við fjármagnið í tveimur til viðbótar. Við óskum nýjum notendum til hamingju og samgleðjumst þeim.


Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Formaður NPA miðstöðvarinnar