NPA miðstöðin komin með starfsleyfi

NPA miðstöðin hefur nú aflað starfsleyfis frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) til að starfa sem umsýsluaðili með NPA samningum.

Í lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir, þar sem meðal annars er kveðið á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), er kveðið á um skyldu allra aðila sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli laganna að afla starfsleyfis frá Félagsmálaráðuneytinu (GEF). Undir það falla meðal annars umsýsluaðilar með NPA samningum. Þá er einnig gerð krafa um að umsýsluaðilar sitji námskeið á vegum ráðuneytisins um NPA.

NPA miðstöðin hefur nú bæði aflað starfsleyfis til að starfa sem umsýsluaðili og lokið skyldunámskeiði ráðuneytisins fyrir umsýsluaðila og getur því nú tekið að sér umsýslu með NPA samningum á landinu öllu.

 starfsleyfi