Þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu kæra Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Þann 15. nóvember síðastliðinn lögðu þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu fram sameiginlega kæru gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt er gert. Kæra félaganna snýr að því að Framkvæmdastjórnin hefur ekki stöðvað fjárveitingar til Búlgaríu, þar sem fyrirhugað er að nýta fjármagnið til uppbyggingar á stofnunum og stofnanaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um afstofnanavæðingu í þjónustu fyrir fatlað fólk og Búlgaría sé meðal þeirra landa sem hafi skuldbundið sig til að afstofnanavæða slíka þjónustu. Hins vegar sé stefnt að því í landinu að byggja stórar þjónustustofnanir fyrir fatlað fólk í stað lítilla sem fyrir eru, án þess að tekið sé á djúpstæðri mismunun og jaðarsetningu fatlaðs fólks sem slík þjónusta felur í eðli sínu í sér. Fyrr á árinu höfðu Evrópusamtök um sjálfstætti líf (ENIL), Valitidy Foundation og Miðstöð sjálfstæðs lífs (CIL) skorað á búlgörsk stjórnvöld að stöðva strax áætlun um að nota sjóði frá Evrópusambandinu til að byggja margar stofnanir fyrir fatlað fólk og eldra fólk.

Frekari umfjöllun má sjá í fréttatilkynningu ENIL, Evrópusamtaka um sjálfstætt líf.