Myndbönd um sýkingarvarnir, handhreinsun, hlífðarbúnað, einangrun og COVID-19 sýnatöku

Uppfært 10. október 2020 kl. 14:49

Hér er safn myndbanda sem innihalda góð ráð og upplýsingar varðandi sóttvarnir o.fl. frá embætti landlæknis Íslands.

Myndband um sýkingavarnir fjallar um helstu leiðir í sýkingavörnum þar sem handhreinsun er hvað mikilvægust. Einnig er fjallað um hanska, hlífðargrímur, hlífðargleraugu, hreinlæti við hósta og hnerra, umhverfisþrif, frágang líns (t.d. sængurvera) og áhöld.

Lesa >>

Breytt fyrirkomulag á skrifstofu vegna C19

Næstu tvær vikurnar eða til mánudagsins 19. október mun starfsfólk NPA miðstöðvarinnar að mestu leyti vinna heiman frá sér en þá verður staðan metin á ný.

Skrifstofan verður lokuð þennan tíma en ráðgjafar eru að sjálfsögðu tilbúnir til aðstoðar, nú sem endranær. Hægt er að ná í þá í síma NPA miðstöðvarinnar, 567 8270 og netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fjarfundir eru að sjálfsögðu einnig í boði.

(Mynd: Reykjastræti)

Þriðja bylgja COVID-19 á Íslandi

Eins og allir vita fjölgaði COVID-19 smitum töluvert fyrir stuttu og er litið svo á að þriðja bylgja faraldursins sé nú í gangi hérna á Íslandi. Fjöldi greindra smita á dag náði hámarki þann 18. september síðastliðinn þegar 75 aðilar greindust með veiruna. Síðan þá hefur fjöldi nýgreindra yfirleitt verið á fjórða tug einstaklinga dag hvern. Samkvæmt yfirvöldum gengur vinna rakningarteymis vel.

NPA miðstöðin hvetur notendur og aðstoðarfólk til að halda vöku sinni og rifja reglulega upp helstu leiðbeiningar vegna C-19 og jafnframt fylgjast með og kynna sér nýjar fréttir og upplýsingar eftir því sem þær berast. Við bendum sérstaklega á leiðbeiningar NPA miðstöðvarinnar vegna COVID-19 sem má finna hér fyrir neðan, auk ýmissa frekari upplýsinga

Lesa >>

Fleiri greinar...