Nýárskveðja NPA miðstöðvarinnar

Á nýju ári er tilefni til að líta yfir farinn veg og jafnframt horfa til framtíðar og þeirra verkefna sem framundan eru.

Mannréttindabarátta
NPA miðstöðin hefur árið 2019, sem endra nær, staðið vaktina í pólitískri mannréttindabaráttu fyrir réttinum til sjálfstæðs lífs. NPA miðstöðin hefur veitt sveitarfélögum aðhald og beitt sér í ýmsum málum sem tengjast innleiðingu NPA eftir að NPA var lögfest árið 2018. NPA miðstöðin hefur t.d. þrýst á um fjölgun samninga og aðstoðað fólk við að fá fleiri NPA tíma, aðstoðað við kærumál og ýmis önnur úrlausnarefni sem upp hafa komið síðan NPA var lögfest.

Lesa >>

Jólakveðjur frá NPA miðstöðinni

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk og stjórn NPA miðstöðvarinnar sendir vinum nær og fjær og fjölskyldum þeirra, hugheilar jólakveðjur með ósk um gleðiríkar og notalegar stundir yfir hátíðirnar.

Jólakveðjur
NPA miðstöðin

 

Fatlað fólk í Evrópu beitt ofbeldi og brotið á mannréttindum þess

„Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi, fólk sem er bundið, lokað inn í búrum og einangrunarklefum. Við myndum ekki samþykkja svona meðferð á dýrum en þetta er veruleiki margs fatlaðs fólks í Evrópu (og víðar) í dag. Það er gild ástæða fyrir því að við sem erum í forsvari fyrir fatlað fólk tökum baráttunni alvarlega og berjumst af hörku fyrir okkar réttindum. Við höfum heldur ekki húmor fyrir því að ófatlað fólk móðgist yfir okkar réttindabaráttu.

Það er með öllu ólíðandi að fjármagn frá Evrópusambandinu sem ætti að nýta í afstofnanavæðingu skuli notað til uppbyggingar á nýjum stofnunum eða til að endurgera gamlar stofnanir. Þetta er það sem málshöfðun Evrópusamtaka um sjálfstætt líf (ENIL) gegn Evrópusambandinu snýst um. Ég er stoltur af því að NPA miðstöðin, sem meðlimur ENIL, taki þátt í þeirri baráttu. Ég er stoltur af því að í myndbandinu megi sjá fulltrúa NPA miðstöðvarinnar bregða fyrir þar sem þau taka þátt í kröfugöngu fyrir frelsi fatlaðs fólks, í Brussel núna í haust.“

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar

 

 

Fleiri greinar...