Þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu kæra Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Þann 15. nóvember síðastliðinn lögðu þrjú baráttufélög fatlaðs fólks í Evrópu fram sameiginlega kæru gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt er gert. Kæra félaganna snýr að því að Framkvæmdastjórnin hefur ekki stöðvað fjárveitingar til Búlgaríu, þar sem fyrirhugað er að nýta fjármagnið til uppbyggingar á stofnunum og stofnanaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Lesa >>

NPA miðstöðin komin með starfsleyfi

NPA miðstöðin hefur nú aflað starfsleyfis frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) til að starfa sem umsýsluaðili með NPA samningum.

Í lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir, þar sem meðal annars er kveðið á um réttinn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), er kveðið á um skyldu allra aðila sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli laganna að afla starfsleyfis frá Félagsmálaráðuneytinu (GEF). Undir það falla meðal annars umsýsluaðilar með NPA samningum. Þá er einnig gerð krafa um að umsýsluaðilar sitji námskeið á vegum ráðuneytisins um NPA.

NPA miðstöðin hefur nú bæði aflað starfsleyfis til að starfa sem umsýsluaðili og lokið skyldunámskeiði ráðuneytisins fyrir umsýsluaðila og getur því nú tekið að sér umsýslu með NPA samningum á landinu öllu.

Lesa >>

Góðar fréttir frá Reykjavíkurborg

Fulltrúar NPA miðstöðvarinnar sátu fund í dag með starfsfólki Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem þær gleðifréttir komu fram að búið er að ákveða að hækka jafnaðartaxta NPA samninga hjá Reykjavíkurborg vegna kjarasamningshækkana aðstoðarfólks. Jafnframt hefur verið ákveðið að taka upp þrjá mismunandi taxta sem koma betur til móts við raunverulegar þarfir notenda þjónustunnar. Þessar breytingar munu gilda afturvirkt frá 1. apríl s.l. og koma líklega til framkvæmda 1. september n.k.

Einnig hefur verið ákveðið hjá Reykjavíkurborg að úthluta fimm nýjum NPA samningum og auka verulega við fjármagnið í tveimur til viðbótar. Við óskum nýjum notendum til hamingju og samgleðjumst þeim.


Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Formaður NPA miðstöðvarinnar

Fleiri greinar...